Rafhlöðuskipti
Hægt er að keyra höfuðbúnaðinn bæði á endurhlaðanlegum og einnota rafhlöðum af AA-gerðinni (LR6/HR6).
Vertu viss um að þú notir aðeins tilgreindar gerðir af rafhlöðum. Viðvörun! Ef aðrar rafhlöður eru notaðar en
tilgreindar eru, getur það valdið sprengihættu. Fargið rafhlöðum í samræmi við landslög.
Skrúfaðu rafhlöðulokið (A:16) af.
Athugaðu hvort að + og - pólar rafhlöðurnar séu staðsettir rétt í rafhlöðuhólfinu.
Tengdu aldrei hleðslutæki við höfuðbúnaðinn ef einnota rafhlöður eru notaðar.
Hleðsla á rafhlöðum
Verið viss um að slökkt sé á öllum aðgerðum fyrir hleðslu.
Athugaðu hvort að hleðslutækið sé rétt tengt við hleðsluinnstungu (A:18) höfuðbúnaðarins og aflgjafans,
og vertu viss um að tilgreindar rafhlöður séu notaðar og komið fyrir með + og - pólana réttum stað í
rafhlöðuhólfinu. Ljósdíóða höfuðbúnaðarins mun blikka rauðu ljósi þegar hleðsla stendur yfir.
Notaðu aðeins hleðslutæki (B:4) sem framleiðandi hefur bent á og samþykkt
Þegar rafhlöðurnar eru fullhlaðnar mun ljósdíóðan lýsa stöðugt rauðu ljósi. Að hlaða fulla hleðslu tekur um
það bil 3 klukkustundir (lengur ef hlaðið er frá USB-innstungunni).
Mikilvægt! Ekki nota heyrnartólin þegar rafhlöðurnar eru í hleðslu!
Notkunartími rafhlöðunnar er u.þ.b.:
Bluetooth®-straumspilun og hljóðstyrksstýring: 62 klst.
FM-útvarp og hljóðstyrksstýring: 56 klst.
Endingartími kann að velta á umhverfi, hitastigi og rafhlöðu.
Ráðleggingar varðandi hámarks endingartíma endurhlaðinna rafhlaða
• Nýjar endurhlaðnar rafhlöður ættu að vera að fullu hlaðnar fyrir fyrstu notkun.
• Fjarlægið rafhlöðurnar ef þær eru ekki í notkun í lengri tíma.
Íhlutir (mynd A)
A:1. Höfuðband úr hitadeigu plasti
A:2. Ístaðsfesting með þéttri og auðveldri stærðarstillingu
A:3. Útskiptanlegir heyrnarpúðar fylltir með frauði
A:4. FM-útvarp með ágætu móttökunæmni
A:5. Hljóðstigsstýrðir hljóðnemar með „virka hlustun"
A:6. Tengingarleiðsla milli vinstri og hægri eyrnaskálar
A:7. Hljóðnemi höfuðbúnaðar sem bælir niður hávaða
A:8. Frauðfylltur og útskiptanlegur höfuðpúði
A:9. Festingar fyrir hjálm/hettu úr hitadeigu plasti, 30 mm stöðluð stærð
A:10. Hljóðstyrksrofahnappur fyrir FM-útvarp
A:11. Hnappur fyrir val á útvarpsstöðvum
A:12. Hljóðstyrksrofahnappur fyrir hljóðstigsstýringu
A:13. 3,5 mm inntak fyrir tengingu við utanaðkomandi hljóðgjafa
A:14. Fjölaðgerðarhnappur Bluetooth®
A:15. Ljósdíóða Bluetooth®
A:16. Rafhlöðuljós (auðvelt að opna án þess að nota verkfæri)
A:17. Innstunga fyrir hljóðnema í heyrnarhlíf
A:18. Hleðsluinnstunga
Viðbótarbúnaður og varahlutir
B:1. Hreinlætisbúnaður: HK3B: 380684118
B:2. Svitagleypir: CR1: 380684035
B:3. Hljóðnemi hlífðarglers: 380684084
B:4. Hleðslutæki: 380684100
B:5. Endurhlaðanlegar AA-rafhlöður:380684068
B:6. 3,5 mm víðómatengingarleiðsla:380684043
B:7. Hljóðnemi á heyrnartólum: 380684076
B:8. Hljóðstigsstýrðir hljóðnemar hlífðarglers: 380684092
Útskipting á hreinlætisbúnaði (mynd E)
1. Fjarlægðu gamalt hljóðdeyfifrauð og komdu nýju fyrir
2. Togaðu út gömlu heyrnarpúðana
3. Komdu nýjum heyrnarpúðum fyrir í gatinu, fyrir miðju
4. Ýttu með fingri meðfram úthliðum heyrnarpúðans þangað til að hann smellist fast við brúnina, allan hringinn
5. (aðeins fyrir gerðirnar með höfuðböndum). Togaðu út gömlu heyrnarpúðana og komdu nýjum fyrir
172