REACT / RELAX / ACTIVE
Notkunarleiðbeiningar
IS
Allar heyrnarhlífar, sem þessar leiðbeiningar ná yfir,
eru með höfuðband úr plasti, fjaðrir eða hálsband úr
ryðfríu stáli og púða með frauðplasti.
Notkun
Fylgja á leiðbeiningunum hér að neðan til að hlífarnar
verði sem þægilegastar og vörnin sem mest.
• Púðahlífin getur haft áhrif á hávaðavörn
eyrnaskjólanna.
• Ýmiss kemísk efni geta haft áhrif á þessa
vöru. Framleiðandinn veitir nánari upplýsin-
gar.
Gildi hávaðadeyfingar og tæknileg gögn
(mynd A)
A:1) Höfuðband
A:2) Ásetning á hjálm
A:3) Prófað og vottað af (staðlar)
A:4) Þyngd
A:5) Meðal hljóðdeyfing
A:6) Staðalfrávik
A:7) Ráðgert verndargildi
A:8) Prófað og vottað af (tilkynntur aðili)
Ásetning og stilling
Allt sem kemur í veg fyrir að eyrnaskjólin falli þétt
að höfðinu, svo sem þykkar gleraugnaspangir,
lambhúshetta o.s.frv., dregur úr vörninni. Takið allt
hár undan púðunum og setjið eyrnaskjólin yfir eyrun
þannig að þau sitji þægilega og þétt. Gangið úr
skugga um að eyrnaskjólin nái yfir öll eyrun og að
þrýstingurinn sé jafn.
Höfuðband (mynd B)
Dragið bandið eins langt út og hægt er og setjið
heyrnarhlífarnar á. Stillið svo þannig að hlífarnar sitji
létt á höfðinu.
Ásetning á hjálm (mynd C)
Ýttu festingu hjálmsins inn í raufáfestingu hjálmsins
þangað til að hún smellur á sinn stað. Settu
eyrnaskjólin yfir eyrun og ýttu inn á við, þangað til
að þú heyrir smell. Stilltu eyrnaskjólin þannig að
hjálmurinn passi þægilega á höfuð þitt.
Meðferð
Hreinsið með mildu hreinsiefni (sápu). Ganga verður
úr skugga um að hreinsiefnið erti ekki húðina.
Heyrnarhlífarnar á að geyma á þurrum og hreinum
stað, t.d. í upprunalegu umbúðunum.
Útskipting á hreinlætisbúnaði
1. Fjarlægðu gamalt hljóðdeyfifrauð og komdu
nýju fyrir.
2. Togaðu út gömlu heyrnarpúðana.
REACT / RELAX / ACTIVE
3. Komdu nýjum heyrnarpúðum fyrir í gatinu,
fyrir miðju.
4. Ýttu með fingri meðfram úthliðum heyr
narpúðans þangað til að hann smellist fast við
brúnina, allan hringinn.
5. (aðeins fyrir gerðirnar með höfuðböndum).
Togaðu út gömlu heyrnarpúðana og komdu
nýjum fyrir.
Mikilvægt!
Heyrnarskjól og sérstaklega heyrnarpúðar geta
versnað við notkun og ætti að skoða reglulega
vegna sprungumyndunar og hljóðleka. Skipta ætti
um hreinlætisbúnað að minnsta kosti tvisvar á ári.
Vertu viss um að velja réttan hreinlætisbúnað fyrir
heyrnarhlífarnar þínar. #99403
Samþykktar samsetningar hjálms
Þessar heyrnarhlífar ætti aðeins að festa við og nota
með öryggishjálmum fyrir vinnustaði sem skráðir eru
í töflu D.
D:1) Framleiðandi
D:2) Gerð hjálms
D:3) Millistykki
Viðvörun
Vörnin getur veikst mjög ef leiðbeiningunum er ekki
fylgt. Alltaf á að nota heyrnarhlífar í hávaða!