ÖRYGGI BLANDARA
cmd + shift click to change copy
9. Ekki setja hendur eða áhöld í könnuna á meðan blandað
er til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum á fólki og
skemmdum á bandaranum. Nota má sleif en aðeins þegar
blandarinn er ekki í gangi.
10. Blöðin eru beitt. Farðu varlega.
11. Hafðu alltaf lokið á þegar blandarinn er notaður.
12. Notkun fylgihluta sem eru ekki viðurkenndir af KitchenAid
geta valdið hættu á meiðslum á fólki.
13. Alltaf skal nota blandarann með hlífina tryggilega á sínum stað
og gættu þess að nota aðgerðina Heitur matur einungis þegar
verið er að blanda heitan mat.
14. Leiftrandi ljós gefur til kynna að tækið sé tilbúið til notkunar
- forðastu alla snertingu við hnífa eða hluti sem hreyfast.
15. þessi vara er eingöngu ætluð til heimilisnota.
GEYMDU þEssAR LEIÐBEININGAR
Kröfur um rafmagn
VIÐVÖRUN
Hætta á raflosti
Settu í samband við jarðtengdan tengil.
Ekki fjarlægja jarðtenginguna.
Ekki nota millistykki.
Ekki nota framlengingarsnúru.
Misbrestur á að fylgja þessum
leiðbeiningum getur leitt til dauða,
eldsvoða eða raflosts.
Rafafl: 550 vött
Spenna: 220-240 volt
Tíðni: 50 hertz
ATH.: Ef klóin passar ekki við innstunguna
skaltu hafa samband við fullgildan rafvirkja. Ekki
breyta klónni á neinn hátt. Ekki nota millistykki.
Ekki nota framlengingarsnúru. Ef rafmagns-
snúran er of stutt skaltu láta löggiltan
rafvirkja eða þjónustuaðila setja upp
tengil nálægt tækinu.