Íslenska
Vinsamlegast lestu bæði þessar notkunar- og
öryggisleiðbeiningar og öll önnur skjöl sem fylgja
með áður en þú byrjar að nota tækið. Geymdu öll
skjölin svo að þú getir ráðfært þig við þau síðar.
Inngangur
Til hamingju með nýju háþrýstidæluna þína! Þetta
tæki er öflugt og því skal gæta varúðar við notkun
þess.
AVA notar snjalla verkfræði til að auka skilvirkni
við þrif og það kann að vera að þú upplifir meiri
skilvirkni en við notkun sambærilegra tækja sem þú
hefur prófað áður. Þú skalt alltaf prófa tækið á lítt
sýnilegu svæði og kynna þér fylgihlutina sem fylgja
með.
AVA tækið þitt mun alltaf samanstanda af
háþrýstislöngu, háþrýstibyssu, stöng, stút og
sérsmíðaðri inntakssíu með tengi við garðslöngur.
Þú skalt aldrei tengja venjulegja garðslöngu
án síu beint við tækið. Ef þú hefur keypt stærri
pakka, gætu fylgt fleiri aukahlutir með. Innihaldi
sendingarinnar til þín er lýst á sér blaði.
Útskýring á táknum
VARÚÐ! Beinið ekki bununni að
fólki, dýrum eða rafbúnaði. '
VARÚÐ! Lesið öryggisráðstafanir,
viðvaranir og ráðleggingar vandlega.
Það er ekki æskilegt að tengja tækið við
drykkjarvatnsleiðslur án bakflæðisloka,
nema þrýstingurinn sé meiri en 1 bar.
Lesið leiðbeiningarnar.
Tvöföld einangrun
Öryggisráðstafanir, viðvaranir og
ráðleggingar
Til að forðast meiðsli og/eða
eignaskemmdir og til að hámarka upplifun
þína af háþrýstiþvottinum, fylgdu
gaumgæfilega ráðleggingum, leiðbeiningum,
viðvörunum og öryggisráðstöfunum og kynntu þér
öll stjórntækin. Vertu vissum að þú kunnir að hleypa
þrýstingi af öllum hlutum háþrýstidælunnar þinnar
og hvernig á að slökkva á háþrýstidælunni.
•
Notaðu alltaf hlífðargleraugu til að forðast
augnskaða þegar þú notar háþrýstidæluna.
•
Þessi háþrýstidæla samræmist CE og öðrum
öryggis- og neytendastöðlum. Þú skalt ekki breyta
eða endurbyggja nokkurn hluta háþrýstidælunnar
þinnar.
•
Þú skalt ekki nota háþrýstidæluna þína undir
áhrifum áfengis eða lyfja. Notaðu tækið af varúð og
aðeins þegar þú ert allsgáður
•
Gættu að jafnvægi og fótfestu þinni þegar þú
notar háþrýstidæluna. Yfirborð verða sleip þegar
þau blotna og þeim mun sleipari þegar notuð er
sápa eða hreinsiefni.
•
Þú skalt aldrei nota háþrýstidæluna berfættur, í
sandölum, eða opnum skóm. Gættu þess að nota
lokaða hlífðarskó eða stígvél.
•
Þegar þú notar háþrýstidæluna nálægt
börnum, gættu þess að þau séu í umsjá fullorðins
einstaklings til að forðast slys. Þú skalt aldrei leyfa
barni að nota háþrýstidæluna.
•
Gættu þess að setja ekki fingur, hendur, fætur
eða aðra líkamshluta þína fyrir háþrýstibununa.
Öflug bunan getur valdið blindu og rifið gat á
húðina. Gættu varúðar nálægt öllum yfirborðum
úr gleri, því að bunan gæti brotið rúðu ef þú ert of
nálægt þegar þú tekur í gikkinn á byssunni.
•
Til að forðast meiðsli og slys, skaltu alltaf virkja
öryggið á gikknum þegar þú ert ekki að nota
háþrýstidæluna, jafnvel þótt þú hættir bara að
sprauta í augnarblik.
•
Þú skalt alltaf prófa yfirborðið fyrst til að valda
ekki skemmdum með háþrýstingnum.
•
Beindu byssunni í örugga átt þegar þú byrjar að
nota háþrýstidæluna.
•
Þegar þú notar fyrst byssuna, skalt þú halda
byssunni og stönginni með tveimur höndum til
að forðast slys og meiðsli, og þú skalt alltaf virkja
öryggið á gikknum þegar þú ert ekki að nota
háþrýstidæluna, jafnvel þótt þú hættir bara að
sprauta í augnarblik.
•
Þegar þú ýtir á takkanna til að slökkva á
háþrýstidælunni, gæti enn verið þrýstingur á kerfinu.
Til að hleypa honum af kerfinu, beindu byssunni í
örugga átt og taktu í gikkinn.
•
Þú skalt aldrei sprauta eldfimum vökva.
•
Þú skalt aldrei nota háþrýstidæluna á svæði þar
sem er eldfimt ryk, vökvar eða gufur.
•
Forðastu að háþrýstislagan komist í snertingu við
beitta hluti og skoðaðu hana reglulega. Hafi hún
skemmst skaltu skipta henni út. -Vegna þess hve
mikill þrýstingur er á henni er ekki hægt að gera við
hana ef hún skerst eða skemmist.
•
Þú skalt aðeins nota hreinsiefni sem ætluð eru
fyrir háþrýstidælur og fylgja leiðbeiningunum sem
fylgja hreinsiefninu. Uppþvottalögur eða þvottasápa
er of þykk og mun stífla stútinn á stönginni.
•
Þú skalt verja augu, lungu og húð fyrir
35