Leiðbeiningar við opnun og
undirbúning
Þegar þú ert búinn að taka HÁÞRÝSTIDÆLUNA
úr umbúðunum, skaltu dreifa úr hlutum og
aukahlutum. Kynntu þér hlutina með því að bera þá
saman við það sem gefið er upp á kassanum og í
þeim skjölum sem fylgja með. Ef þú þarft að setja
eitthvað saman, ráðfærðu þig við samsetningar
leiðbeiningarnar sem fylgja með.
Vatnsinntak
Tengdu vatnsinntakssíuna eins sýnt er á mynd
A, þéttingsfast. Þú skalt aldrei nota venjulegt
inntakstengi á vatnssíu. Tengdu garðslönguna þína
við tengið á síunni. Vatnssían sem fylgir passar á
venjuleg smellitengi fyrir garðslöngur (Gardena).
Háþrýstislöngunni
Gættu þess að það sé enginn sýnilegur skaði á
háþrýstislöngunni, og tengdu hana við hún-tengið
á tækinu eins og sýnt er á mynd B. Tengdu hinn
endann við háþrýstibyssuna eins og sýnt er á
mynd C. Önnur eða báðar þessara tenginga gætu
hafa verið framkvæmdar á framleiðslustað. Ef
báðir endar slöngunnar líta eins út, má nota hvorn
endann sem er. Gættu þess að slangan smelli í og
sé vel föst.
Háþrýstibyssuna
Þegar þú ert búinn að tengja háþrýstibyssuna við
slönguna, prófaðu þá gikkinn og öryggið. Opnaðu
fyrir vatnsflæðið inn í vélina og gættu að því að
það leki hvergi. Ekkert vatn á að geta komist úr
vatnsinntakinu, vélinni, háþrýstislöngunni eða
byssunni. Gættu þess að öryggið/barnalæsingin
virki eins og sýnt er á mynd D. Það á ekki að vera
hægt að taka í gikkinn þegar öryggið er virkjað.
Afvirkjaðu öryggið og takktu í gikkinn þar til það
kemur jöfn buna úr byssunni
Háþrýstibyssuna, stöngunum og
aukahlutum
Háþrýstidæluna má nota með aukahlutum sem
festir eru á byssuna. Allir aukahlutir eru festir
með byssustingstengi. Þrýstu byssustings
endanum inn í hún-tengið, snúðu rangsælis
og slepptu. Gættu þess að aukahluturinn sé
tryggilega festur. Sjá mynd E. Alla aukahluti,
nema þá sem nota nákvæmnisstútana (til dæmis
turbó stúturinn), má festa beint við byssuna. Af
öryggisástæðum má eingöngu nota nota aukahluti
með nákvæmnisstútum (til dæmis turbó stútinn)
með stöngunum sem fylgja með þeim, sjá mynd
F. Það er vegna reglugerða sem segja til um
minnstu fjarlægð milli hættulegrar vatnsbunu
og handfangsins. Einn eða fleiri af stútunum á
myndinni fylgir með tækinu.
Próf og gangsetning
Tengdu snúruna í viðurkenndan rafmagnstengil.
Að svo miklu leyti sem hægt er, mælir AVA með
því að nota framlengingu á háþrýstislönguna (fylgir
ekki með) frekar heldur en framlengingarsnúru. Ef
framlengingarsnúra er notuð, verður hún að henta
fyrir notkun utandyra og flatarmál þverskurðar
snúrunnar þarf að vera a.m.k. 1,5 mm2 á 10m
snúru, og a.m.k. 2mm2 á 20m snúru.Þú skalt aldrei
nota snúru sem er lengri en 20m. Gættu þess
að öryggið á gikknum sé virkt. Færðu aðalrofann
á tækinu í stöðuna „1", sjá mynd G. Vélin hefur
alþjóðlegu merkin „0" fyrir af og „1" fyrir á. Það á
að heyrast vélarhljóð í stutta stund svo hættir það
snögglega. Beindu byssunni í örugga átt, afvirkjaðu
öryggið og takktu í gikkinn. Vélin fer nú í gang,
og það gæti komið bakslag frá byssunni. Vélin á
stöðvast snögglega í hvert skipti sem gikknum er
sleppt.
Kynntu þér hina mismunandi snúta og hvernig
bunu þeir gefa. Tengslin milli krafts, vinnusvæðis og
fjarlægðar eru útskýrð á mynd H.
Notkunarleiðbeiningar
Skoðaðu leiðbeiningarnar og viðvaranirnar og
beittu almennri skynsemi. Það eru skiptar skoðanir
um hvað þrífa megi með háþrýstingi, en af
fenginni reynslu okkar, kemst þú langt á almennri
skynsemi. Myndir H og I sýna nokkra möguleika
og notkunarsvið, en við mælum einnig með að
þú heimsækjir heimasíðuna okkar til að nálgast
frekar upplýsingar. Mundu að krafturinn minnkar
en snertiflöturinn eykst eftir því sem fjarlægðin
frá yfirborðinu, sem sprautað er á, eykst. Mundu
að virkja alltaf öryggið meðan þú heldur ekki á
byssunni, og fylgdu leiðbeiningunum „að lokinni
notkun" áður en þú gengur frá tækinu. Það er
eðlilegt að mótorinn fer í gangi í skamma stund.
Dælan er að undirbúa sig til að vera tilbúin þegar
tekið er í gikkinn á byssunni. Ef þú ætlar ekki að
nota háþrýstidæluna í meira en 5 mínútur, slökktu
þá á henni. Ekki taka oft í röð í gikkinn, því að
þetta gæti valdið því að stöðvunarkerfið bili. Taktu
rólega og skipulega í gikkinn. Þéttihringina inni í
byssustingunum og framlengingarstöngunum þarf
að þrífa reglulega og smyrja með feiti eða sílikon
smurefni.
Til að nálgast leiðbeiningar með aukahlutum – sem
keyptir eru sérstaklega eða bónus hlutir, farðu á
heimasíðu AVA:
www.avaofnorway.com
Pökkun og geymsla
Þegar þú ert búinn að nota háþrýstidæluna, skalt
þú gera eftirfarandi: Virkjaðu öryggið á byssunni.
Færðu aðalrofann á vélinni frá „1" á „0", og lokaðu
37