44
6. Notkun
6.1 Öryggisleiðbeiningar
Bann
Notaðu aldrei brennsluspritt,
bensín eða jarðolíu til að
kveikja upp í grillinu!
Bann
Viðvörun um köfnunarhættu:
Notaðu ekki grillið í lokuðu
rými!
Ábending
Svo að loginn slokkni ekki
þegar kveikt er upp í grillinu
þarf að vera kveikt á viftunni!
Viðvörun
Brunaviðvörun: Grillið getur
orðið mjög heitt! Gætið þess
að börn og húsdýr komist ekki
að því!
• Notaðu ofnhanska og grilláhöld (t.d.
grilltöng) þegar þú grillar.
• Skildu heitt grill aldrei eftir eftirlitslaust!
• Ef mjög feitur matur er grillaður skaltu
gæta að því að tæma innri skálina
reglulega.
6.2 Notkun í fyrsta sinn
Í kolaílátinu geta verið leifar af olíu
úr framleiðslu sem leiða til nokkurrar
reykmyndunar við fyrstu notkun.
6.3 Kveiking
Bann
Ekki setja hendur í opinn eld!
Viðvörun
Notaðu aðeins kveikigel í
samræmi við EN 1860-3
(Evrópustaðall fyrir kveikiefni).
ISL
Ábending
Nota má öll venjuleg viðarkol.
Grillkubbar leiða ekki til betri
árangurs.
Ábending
Svo að loginn slokkni ekki
þegar kveikt er upp í grillinu
þarf að vera kveikt á viftunni!
• Settu um það bil 10 mm breiðan
hring af grillkveikigeli í kring um
miðju kveikiskálarinnar (D) og settu
kveikiskálina (D) í innri skálina (E).
• Kveiktu á kveikirofanum á ytri skálinni
(F) og snúðu stillinum síðan á hæstu
stillingu (til hægri).
• Kveiktu í gelinu þangað til það logar í
því.
• Settu fyllta kolaílátið (C) með lokinu (B)
í kveikiskálina (D). Innan skamms byrja
viðarkolin að glóa.
Viðvörun
Settu kolaílátið varlega og
jafnt í!
• Settu grillristina (A) á innri skálina.
Eyrun tvö á grillristinni þurfa að vera sett
á læsispennurnar.
• Festu eyrun tvö með læsispennunum
og ýttu smellunum niður. Núna er allt
borðgrillið fast saman.
• Eftir um það bil 3-4 mínútur er
Kingstone grillið tilbúið til notkunar.
Notaðu hitastillinn (H) til þess að stjórna
hitanum. Það er kveikt á viftunni á
meðan grillað er.
6.4 Eftir að grillun lýkur
Bann
Helltu aldrei vatni í kolaílátið
til þess að drepa í glóandi
kolunum!