24
Að prófa öryggisbakkbúnað
Prófun öryggisbakkbúnaðar er mikilvæg. Bílskúrshurð in
verður að fara til baka, komist hún í snertingu við 50mm
hindrun sem liggur flöt á gólfinu. Sé opnarinn ekki rétt still-
tur getur það leitt til alvarlegs líkamstjóns vegna bílskúrshurðar sem
lokast. Endurtaktu prófið mánaðarlega og stilltu eftir þörfum.
HINDRUNARPRÓF:
Settu 50mm háa hindrun (1) undir bílskúrshurðina á gólfið.
Hreyfðu hurðina niður á við. Hurðin verður að fara til baka þegar hún kemst
í snertingu við hindrunina. Komi til þess að hurðin stöðvist við snertingu og
hún fer ekki nógu langt niður, skal stilling endamarkanna endurtekin.
Ef hurðin fer til baka eftir snertingu við 50mm háa hindrun, skaltu
fjarlægja hindrunina og opna og loka hurðinni að fullu einu sinni.
Hurðin ætti ekki að fara til baka, ef hún nær stöðunni "Lokuð".
Ef hún fer enn til baka, verður að forrita bæði endamörkin.
OPNUNARPRÓF: Settu 20 kg fyrir framan miðju hurðarinnar.
Hurðin ætti ekki að opnast.
25
Forritaðu og fjarstýringuna / Þráðlausa
hnappinn (valkvæmur)
Virkjaðu opnarann aðeins þegar þú sérð alla hurðina, hún er laus við hin-
dranir og rétt stillt. Enginn ætti að fara inn í eða yfirgefa bílskúrinn þegar
hurðin er á hreyfingu. Leyfið börnum ekki að nota hnapp(a) eða
fjarstýringu/fjarstýringar. Leyfið börnum ekki að leika sér nálægt hurðinni.
Móttakari og fjarstýring bílskúrshurðaopnarans eru stillt með sama kóða.
Þegar keyptar eru fleiri fjarstýringar þarf að stilla bílskúrshurðaopnarann til
samræmis við nýja kóðann á fjarstýringunni.
Kóði nýrrar fjarstýringar stilltur inn í móttakarann með gula,
kringlótta samstillingarhnappinum.
1. Ýtið á gula samstillingarhnappinn á opnaranum og sleppið honum.
Samstillingarljósið logar stöðugt í 30 sekúndur (1).
2. Haldið inni þeim hnappi á fjarstýringunni sem nota á fyrir
bílskúrshurðina (2).
3. Sleppið hnappinum þegar ljósið á opnaranum blikkar. Kóðinn hefur verið
stilltur inn. Núna virkar hurðaopnarinn um leið og ýtt er á hnappinn á
fjarstýringunni. Ef hnappinum á fjarstýringunni er sleppt áður en ljósið á
opnaranum blikkar nemur opnarinn ekki kóðann.
Öllum fjarstýringarkóðum eytt
Til að gera óæskilega kóða óvirka verður að eyða öllum kóðum út fyrst:
Haldið gula hnappinum á opnaranum inni þar til logandi samstillingarljósið
slokknar (eftir u.þ.b. 10 sek.). Með því eyðast út allir kóðar sem hafa verið
stilltir inn. Stilla þarf inn allar fjarstýringar og öll lyklalaus aðgangskerfi upp
á nýtt.
26
Sérútbúnaður (valfrjáls)
A.
Tengi fyrir dyr í hurð
Opnið lokið. Undir því eru hraðtengiklemmur.
Tengið bjölluvír við hraðtengiklemmur 4 og 5.
B.
Tengi fyrir blikkljós
Hægt er að setja blikkljósið upp hvar sem er.
Tengið viðeigandi kapla við hraðtengiklemmur 6 og 7.
C.
Aukahurðarstöðvun
Lýsing á virkni:
Aukastöðvunarstaða hurðarinnar fer eftir gerð hennar og getur hentað
til að opna fyrir gangandi fólki, auka loftræstingu eða til að opna fyrir
gæludýrum. Hægt er að stilla aukastöðvun inn í hvaða hurðarstöðu
sem er innan beggja endastaða bílskúrshurðarinnar.
Aukastöðvun gerð virk:
ATHUGIÐ: Við allar stillingar þar sem ýta á samtímis á fleiri en einn
hnapp verður að gæta þess að ýta hnöppunum vel inn. Ef ýtt hefur
verið samtímis á hnappa og aðrir hnappar blikka en leiðbeiningarnar
segja til um skal taka opnarann úr sambandi við rafmagn í nokkrar
sekúndur. Að því loknu skal byrja aftur á stillingunni frá byrjun.
1. Færið hurðina með fjarstýringunni eða veggeiningunni í þá stöðu
sem óskað er að verði aukastöðvunarstaðan.
2. Veljið hnapp á fjarstýringunni sem ekki er í notkun.
3. Ýtið samtímis á rétthyrnda stillingarhnappinn og UPP-hnappinn í 3
sekúndur og bíðið þar til ljósið á hurðaopnaranum byrjar að blikka.
Ýtið síðan á valinn hnapp á fjarstýringunni. Til að samstilla fleiri
fjarstýringar skal endurtaka ferlið frá 1. skrefi.
Aukastöðvun gerð óvirk:
1. Færið hurðina í lokaða stöðu.
2. Ýtið samtímis á rétthyrnda stillingarhnappinn og UPP-hnappinn í 3
sekúndur og bíðið þar til ljósið á hurðaopnaranum byrjar að blikka.
D.
Sjálfvirk lokun
Lýsing á virkni:
Öryggisljóshliðið frá Chamberlain skal setja upp samkvæmt
EN60335-1-95.
Sjálfvirk lokun gerð virk:
Ýtið samtímis á rétthyrnda stillingarhnappinn og NIÐUR-hnappinn þar
til ljósið á hurðaopnaranum blikkar. Ýtið 1x á UPP-hnappinn = 10
sekúndur, talningartími. Hægt er að velja allt að 180 sek. (ýtið 18x).
Til að ljúka við stillinguna skal ýta á rétthyrnda stillingarhnappinn.
Á meðan beðið er eftir að hurðin lokist sjálfkrafa blikkar NIÐUR-hnap
purinn.
Aukastöðvun gerð óvirk:
Ýtið samtímis á rétthyrnda stillingarhnappinn og NIÐUR-hnappinn þar
til ljósið á hurðaopnaranum blikkar. Ýtið 1x á NIÐUR-hnappinn = 10
sekúndur, styttri talningartími. Ef talningartíminn er óljós skal einfaldle-
ga ýta 18x á NIÐUR-hnappinn. Til að ljúka við stillinguna skal ýta á
rétthyrnda stillingarhnappinn.
is 06/13