FYRIR NOTKUN
• Ef stiginn er afhentur með jöfnunarstöngum skal notandinn koma þessum stöngum fyrir áður
en notkun stigans hefst.
• Skoðaðu stigann eftir afhendingu og fyrir notkun til að staðfesta ástand og virkni allra íhluta.
• Ekki nota skemmdan stiga.
• Tryggðu að líkamsástand þitt hæfi notkun stigans. Ákveðnir sjúkdómar eða lyf, misnotkun
áfengis eða fíkniefna geta gert notkun stiga óörugga.
• Tryggðu að stiginn henti verkinu.
• Fjarlægðu alla mengun af stiganum, til dæmis blauta málningu, aur, olíu eða snjó.
• Ef um atvinnunotkun er að ræða skal áhættumat fara fram í samræmi við lög í notkunarlandi.
• Auðkennið alla rafmagnshættu á vinnusvæðinu, til dæmis loftlínur eða útsettan rafbúnað, og
ekki nota stiga þegar rafmagnshætta er til staðar.
• Tryggðu að allur lásbúnaður fyrir framlengdar rimar/þrep sé skoðaður og læstur fyrir hverja notkun.
• Stigann skal nota/geyma við hitastig á bilinu -20 - +60 gráður °C.
FYRIR NOTKUN, ÁVALLT ATHUGA
• Hvort hliðarstykkin (stoðir) séu ekki sveigð, bogin, snúin, dælduð, sprungin eða tærð
• Hvort sundurdraganlegu slöngurnar í kringum festipunktana fyrir aðra íhuti séu í góðu ástandi
• Hvort festingar (yfirleitt hnoðnaglar, skrúfur eða boltar) vanti, séu lausar eða tærðar
• Hvort rimar vanti nokkuð, séu lausar, með miklu sliti, tærðar eða skemmdar
• Hvort lamir að framan og aftan séu skemmdar, lausar eða tærðar
• Hvort stýrifestingar vanti nokkuð, séu skemmdar, lausar eða tærðar og virkjaðar rétt á
IS
samsvarandi hliðarstykki
• Hvort gúmmífætur og endalok vanti nokkuð, séu lausa, með miklu sliti, tærð eða skemmd
• Hvort að allur stiginn sé laus við mengun (t.d. óhreinindi, aur, málningu, olíu eða feiti)
• Hvort lásgrip séu skemmd eða tærð og virki rétt
Ef einhver af athugunum að ofan eru ekki í góðu lagi þá ættir þú EKKI að nota stigann.
A- AÐ OPNA STIGANN Í FRÍSTANDANDI STIGA
1. Komdu stiganum fyrir beinum á traustum fleti. Settu inn fót í neðstu rimar. Farðu að opna
stigann efst með því að toga hann upp þar til rimahlutinn læsist og haltu áfram að gera það
fyrir hverja rim þar til allir hlutar eru læstir.
2. Athugaðu hvort rauði lásbúnaðurinn undir hverri rim sé sýnilegur sem gefur til kynna að
hlutinn sé læstur.
B – UMBREYTING Í HALLANDI STIGA
Combi stigann má einnig nota sem hallandi stiga:
3. Komdu stiganum fyrir beinum á jöfnum fleti. Settu inn fót í neðstu rimar.
4. Opnaðu fyrst bakhluta rimar með því að þrýsta á tvö neðstu lásgripin, á bakhluta stigans, einn í einu.
5. Hallaðu Combi stiganum áfram. Renndu saman neðri tveimur bakhlutum rimar og festu
beltið í kringum báðar rimar svo að þeim er haldið saman.
6. Athugaðu hvort rauði lásbúnaðurinn, á framhluta stigans, undir hverri rim sé sýnilegur sem
gefur til kynna að hlutinn sé læstur.
7. Notaðu Combi stigann sem hallandi stiga þannig að samanbrjótanleg stigahlið hangi laus.
Staðsettu stigann í 65-75 gráðu halla til að tryggja hámarks öryggi.