Descargar Imprimir esta página

Mede8er MED500X Guia De Inicio Rapido página 13

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 6
Leiðbeiningar fyrir uppsetningu Mede8er MED500X
Þakka þér fyrir að velja Mede8er Margmiðlunarspilara. Hægt er að finna fulla útgáfu af leiðarvísi á síðunni
www.mede8erforum.com og www.mede8er.eu
Ræsing og biðstaða: (standby)
Setjið straumbreyti í samband aftan í margmiðlunarspilarann. EKKI NOTA AÐRA TEGUND straumbreyta í
tækið, eingöngu þann sem kemur með tækinu, annars er hætta á því að tækið skemmist. Þrýstið á On/Off
takkan framan á Mede8er marmiðlunarspilaranum og LED ljósið verður blátt. Hægt er að setja Mede8er
spilarann í biðstillingu með að þrýsta á On/Off takka á fjarstýringunni. Þegar tækið er í biðstöðu verður LED
ljósið rautt.
Sjónvarpsútgangur:
Mede8er spilarinn hefur þrjá tengimöguleika við sjónvarp, Composite
Video(Gult RCA tengi), Component Video(Rautt-Grænt-Blátt tengi) og
HDMI. Tengdu Mede8er spilarann við sjónvarpið með einum af þessum
valmöguleikum (Við mælum með HDMI). Breyta þarf þá stillingum á
sjónvarpi til að samræma við tengingu, t.d HDMI. Ef Mede8er valmyndin kemur
ekki upp gætir þú þurft að breyta stillingum í Mede8er spilaranum, til þess þarf að nota
fjarstýringuna og er takki merktur "TV sys". Með þessum takka er hægt að velja á milli
mismunandi upplausna og stillinga fyrir sjónvarp.
Uppfærslur:
Mede8er spilarinn er öruggur til framtíðar , þar sem möguleiki er á uppfærslum fyrir
hugbúnað spilarans. Reglulega er gefin út firmware uppfærsla fyrir spilarann.(Þessi
hugbúnaður er ekki á harðadiski) Til að nota spilarann með nýjustu valmöguleikum , þá er
hægt að nálgast nýjustu firmware á heima síðu framleiðanda. Til að sjá hvaða útgáfa af
firmware er á spilara er hægt að fara eftir eftirfarandi stillingum, SETUP-SYSTEM-SYSTEM
INFO. Þar sem stendur SOFTWARE: Vx.xx er útgáfan sem er þegar uppsett á spilaranum,nánari
leiðbeiningar um uppfærslu er hægt að finna á heimasíðu framleiðanda eða hafa samband við seljanda.
Áríðandi er að fjarlægja EKKI straum meðan á uppfærslu stendur.
Harður diskur:
Fyrir notkun er best að formata harða diskinn með Format valmöguleika sem er í Mede8er spilaranum,
spilarinn formatar harða diskinn í NTFS skráarkerfi ásamt því að setja inn snið fyrir spilarann sjálfann. Mælt er
með að formata harða disk í spilaranum til að fullvissa um hámarks virkni spilarans.
Þráðlaust netkort:
Hægt er að fá aukalega þráðlaust netkort fyrir Mede8er margmiðlunarspilarann.
USB tenging við PC:
Hægt er að afrita gögn frá spilara til tölvu með USB. Þegar spilari er tengdur við tölvu með USB þá mun ljósið
að framan slökkna og kemur aftur með blátt ljós,spilarinn tengist við tölvuna og tölvan finnur sjálfkrafa rekkla
og þá er hægt að vafra í gegnum spilaran eins og með venjulegan usb tengda flakkara.
Ábyrgð og þjónusta:
Mede8er veitir 2gja ára ábyrgð frá kaupdagsetningu ,ef upp kemur vandamál þá vinsamlegast snúið ykkur til
seljanda eða beint til þjónustuaðila Mede8er á Íslandi : Nördinn ehf - sími 571-2800 www.nordinn.is
Page11

Publicidad

loading

Productos relacionados para Mede8er MED500X