Secure Headband C1 Instrucciones De Uso página 62

Tabla de contenido

Publicidad

IS
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Allar heyrnarhlífar á þessu leiðbeiningablaði eru
búnar höfuðbandi úr mjúkplasti og örmum eða
hálsbandi úr ryðfríu stáli ásamt púðum sem fylltir
eru með frauðplasti. Heyrnarhlífunum er ætlað
að verja notandann gegn skaðlegu hávaðastigi
þegar þær eru notaðar í samræmi við þessar
notkunarleiðbeiningar. Öll önnur notkun er ekki í
samræmi við fyrirhugaða notkun og því óheimil.
Hér með lýsir Hellberg Safety AB, því yfir
að SECURE-heyrnarhlífarnar samræmist
tilskipun 89/686/EBE um hlífðarbúnað,
reglugerð Evrópusambandsins 2016/425 um
hlífðarbúnað og öðrum viðeigandi tilskipunum
til að uppfylla kröfur fyrir CE-merki. ESB-
samræmisyfirlýsinguna má finna í heild sinni á
eftirfarandi vefslóð: www.hellbergsafety.com/doc
Sjá dagsetningu og tímasetningu innan á
eyrnaskjólinu.
Viðvörun!
Mikilvægt er að fylgja notkunarleiðbeiningunum.
Ef það er ekki gert kann það að leiða til þess að
hávaðadeyfing hlífanna skerðist mikið sem aftur
kann að leiða til alvarlegs skaða.
Lesið þessar notkunarleiðbeiningar vandlega!
• Alltaf skal nota heyrnarhlífarnar í hávaðasömu
umhverfi til að tryggja fulla vernd! Aðeins 100%
nýting veitir fulla vernd.
• Á sumum vinnustöðum getur hljóð
viðvörunarmerkja dempast þegar heyrnarhlífar
með of mikilli hávaðadeyfingu miðað við
hljóðumhverfið eru notaðar.
• Ákveðin íðefni geta valdið skemmdum
á vörunni. Frekari upplýsingar fást hjá
framleiðanda.
• Tryggið að heyrnarhlífarnar séu skoðaðar
reglulega og virkni þeirra athuguð.
• Hávaðadeyfandi eiginleikar heyrnarhlífanna
geta minnkað verulega þegar þær eru
notaðar með þykkum gleraugnaumgjörðum,
skíðagleraugum, lambhúshettum o.s.frv.
• Notkun svita-/óhreinindavarnarbúnaðar yfir
þéttihringina getur dregið úr hávaðadeyfingu
heyrnarhlífanna.
• Eyrnaskjólin, einkum púðarnir, geta skemmst
við notkun og skal skoða þau oft og reglulega
til að leita eftir sprungum og leka.
• Fargið vörunni án tafar ef á henni sjást
sprungur eða skemmdir.
• Skipta skal um hreinlætisbúnað a.m.k. tvisvar á
ári. Gætið þess að velja réttan hreinlætisbúnað
fyrir heyrnarhlífarnar.
• Þrífið vöruna með mildri sápu. Gangið úr
skugga um að hreinsiefnið erti ekki húð. Dýfið
vörunni ekki í vatn.
• Geyma skal heyrnarhlífarnar á þurrum
og hreinum stað, fjarri sólarljósi, t.d. í
upprunalegum umbúðum.
Heyrnarhlífarnar settar upp og stilltar (A)
Strjúkið allt hár frá eyrunum og setjið
heyrnarhlífarnar yfir eyrun þannig að þær sitji þétt
og þægilega. Gangið úr skugga um að
eyrun séu alveg undir eyrnaskjólunum og að jafn
þrýstingur finnist í kringum eyrun.
Höfuðband (A1)
Stillið lengd höfuðbandsins þannig að það liggi
létt á hvirflinum.
Hálsband (A2)
Stillið hlífarnar í mestu stærð og setjið þær upp.
Stillið síðan höfuðbandið þannig að hlífarnar sitji
létt á höfðinu.
Festing á hjálm/hettu (A3)
Ýtið hjálmfestingu heyrnarhlífanna í raufina
á hjálminum þar til hún læsist. Setjið
heyrnarhlífarnar yfir eyrun og ýtið inn á við þar
til smellur heyrist. Stillið heyrnarhlífarnar og
hjálminn þannig að þau sitji vel á höfðinu.
62

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

Neckband c2HelmetCap mount c3

Tabla de contenido