Anleitung_HLS_230_SPK7:_
Athugið!
Við notkun tækja þarf að gera ákveðnar
öryggisráðstafanir til að fyrirbyggja slys á fólki. Lesið
þessar notkunarleiðbeiningar því vandlega.
Geymið öryggisleiðbeiningarnar vel þannig að alltaf
sé greiður aðgangur að þeim. Ef tækið er lánað skal
sjá til þess að lántaki fái öryggisleiðbeiningarnar í
hendur.
Engin ábyrgð er tekin á slysum eða tjóni sem orsakast
af því að ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum og
öryggisupplýsingum.
1. Leiðbeiningar um öryggi
Kennsla
Lesið notandaleiðbeiningarnar vandlega. Lærið
að stjórna tækinu og stilla það rétt eins og þar er
lýst.
Fólk sem ekki er hæft til að stjórna eitt eða læra
að nota þetta tæki, af sálrænum, vegna
hreyfihömlunar eða öðrum ástæðum, ætti ekki að
nota þetta tæki nema í umsjón ábyrgs aðila með
reynslu. Líta verður eftir börnum og athuga að
þau leiki sér ekki með þetta tæki.
Leyfið aldrei börnum að nota tækið.
Leyfið aldrei persónum að nota tækið sem ekki
hafa kynnst sér notandaleiðbeiningar þessa
tækis. Lög hvers staðar geta sett takmarkanir um
lágmarksaldur notanda þessa tækis.
Notið ekki tækið ef að annað fólk, dýr eða börn
eru í nánd.
Notandi tækisins er ábyrgur fyrir slysum eða
skaða sem tækið kann að valda.
Til athugunar fyrir notkun
Notið fastann skóbúnað og síðar buxur við notkun
á tækinu.
Klæðist ekki víðum klæðnaði og notið ekki
skartgripi. Víður klæðnaður og skartgripir geta
sogast inn í sogrörið. Mælt er með að nota
gúmmívettlinga og gripgóða skóm ef að unnið er
með tækið utandyra. Ef að notandi er með sítt
hár, ætti hann að nota hárnet.
Notið hlífðargleraugu við vinnu.
Notið rykgrímu við rykmyndandi vinnu.
Skoðið tækið, rafmagnsleiðslu og
framlengingarleiðslur fyrir hverja notkun. Vinnið
einungis með óbiluðu tæki sem er í fullkomnu lagi.
Skemmda hluti verður að skipta um tafarlaust af
fagmanni.
Notið tækið ekki ef að öryggishlutir þess eða hlífar
eru bilaðar eða ekki til staðar eins og safneining
og aðrar hlífar.
18.03.2009
15:26 Uhr
Seite 81
Við vinnu utandyra má einungis nota þar til gerðar
framlengingarleiðslur. Sú framlengingarleiðsla
sem notuð er verður að hafa að minnstakosti
þverflatarmálið 1,5mm
að vera jarðtengdar og rakaheldar.
Notkun
Leiðið ávallt rafmagnsleiðslu tækisins fyrir aftan
tækið.
Ef að rafmagnsleiðslan eða framlengingarleiðslan
er skemmd; takið þá leiðsluna úr sambandi við
straum.
Berið tækið ekki með rafmagnsleiðslunni
Takið rafmagnsleiðsluna úr sambandi:
– þegar að tækið er ekki í notkun, það flutt milli
staða og á meðan að það er skilið eftir þar sem
það er ekki undir umsjá;
– á meðan að tækið er skoðað, það hreinsað og á
meðan að stíflur eru fjarlægðar;
– á meðan að tækið er þvegið, á meðan að hirt er
um það og einnig á meðan að skipt er um ítól;
– eftir að aðskotahlutur hefur komist í tækið og ef
að tækið byrjar að titra óeðlilega mikið.
Notið verkfæri einungis í dagsbirtu eða ef að
vinnusvæðið er vel upplýst
Vanmetið ekki kraftinn. Haldið ávallt öruggri og
traustri líkamsstöðu
Forðist að nota tækið á rökum fleti.
Athugið sérstaklega að líkamsstaða sé traust á
meðan að unnið er í halla.
Gangið ávallt, ekki hlaupa.
Haldið loftopum ávallt hreinum.
Beinið sog- blástursröri aldrei að fólki né dýrum.
Nota ætti tækið einungis á eðlilegum tímum – ekki
mjög snemma morguns né mjög seint að kveldi,
ef að það getur truflað fólk. Fara verður eftir
lögum eða reglum sem hver staður setur fyrir sig.
Snúningshraði tækisins ætti að vera eins lár og
mögulegt er til að sinna því starfi sem unnið er að.
Fjarlægið alla hluti með hrífu eða kústi áður en að
blástursvinna er hafin.
Ef unnið er á rykmiklum fleti ætti að bleyta flötinn
léttilega áður en að vinna er hafin. Notið
vökvunartæki er það er til staðar.
Nota ætti allan hluta blásturseiningarinnar þannig
að lofstraumurinn á fletinum virki rétt.
Varist börn, húsdýr og opna glugga og blásið
hlutum á öruggann hátt í burtu.
Umhirða og geymsla
Gangið úr skugga um að allir boltar, allar rær og
allar skrúfur séu fastar og vel hertar þannig að
tryggt sé að tækið sé í öruggu ásigkomulagi.
Athugið reglulega hvort að safnpokinn sé
uppnotaður eða aflagaður.
IS
2
. Innstungur og klær varða
81