Ýmsar lausnir á vandamálum sem upp geta komið
Meðan það rennur, ef expressóið ...
...hefur frekar nokkurs konar kanillit, frekar en djúpan
brúnan lit:
• gakktu úr skugga um að brew group og katlar séu
fullhitaðir
• notaðu kaffi sem ekki er jafn súrt
...er ljóslitað með þunnum brúnum röndum:
• taktu jöppunartækni þína til endurskoðunar – þjappað
kaffið gæti hafa sprungið, eða bil hefur myndast milli
kaffisins og jaðra síukörfunnar
Americano
180-240 ml af heitu vatni bætt við stakan bolla (30 ml) af
expressó. Frábær kaffibolli.
Café Latte
250-300 ml af gufuhitaðri mjólk bætt við stakan bolla (30 ml)
af expressó. Latte er gjarnan bragðbætt með sýrópi.
Café Mocha
Café latte að viðbættu súkkulaðisýrópi, einnig er gjarnan
settur yfir þeyttur rjómi og súkkulaðispænir. Þetta má líka
búa til án sýrópsins, með gufuhitaðri súkkulaðimjólk.
Cappuccino
Hefðbundinn cappuccino er blanda af gufuhitaðri mjólk og
expressó hulið mjólkurfroðu; gjarnan borið fram í skálarlaga
bolla sem tekur um 180-210 ml. Súkkulaðipúðri eða kanil er
gjarnan stráð yfir til skreytingar.
Klassískur Cappuccino
Klassískur cappuccino er algengur á Ítalíu, og er einfaldlega
expressó, með freyddri mjólk.
Doppio
Tvöfaldur expressó.
Expressó Breve
Expressó með gufuhituðu half & half sem hellt er yfir.
Expressó uppáhellingartækni
...er þunnt og rennur hratt:
...tæplega dropar niður úr síuhaldaranum:
Listi yfir Expressó drykki
Expressó Con Panna
Expressó með smá skvettu af þeyttum rjóma.
Espresso Lungo
Langdregið expressó – þ.e., lagað með meira magni en alla
jafna. Með þessari aðferð fæst mjög koffeinríkt expressó
sem bæði er þynnra, ljósara og ekki jafn þétt í sér og alla
jafna. Til að búa þetta til, lagið 45 ml með minni
síukörfunni, eða 90 ml með þeirri stærri. Notið aðeins
grófari mölun, til að halda lögunartímanum í 20-25
sekúndum; dragist lögunartíminn yfir hálfa mínútu, verður
drykkurinn óhóflega bitur.
bragðsterkari Americano kaffi eða latte.
Expressó Macchiato
Expressó með smáskvettu af gufuhitaðri mjólk ofan á.
Expressó Ristretto
Skammdregið expressó – þ.e., lagað með minna magni en
alla jafna, til að hámarka bragð og draga sem mest úr
biturleika. Til að laga ristretto, lagið um 22 ml með minni
síukörfunni eða 45 ml með þeirri stærri.
15
• taktu þjöppunartækni þína til endurskoðunar – vera
má að þjöppunin sé ekki nógu þétt til að veita jafnt
viðnám við vatninu
• notaðu fínni mölun
• athugaðu hvort kaffið sé ekki örugglega ferskt
• taktu þjöppunartækni þína til endurskoðunar – hún
gæti verið of þétt
• notaðu grófari mölun
Expressó lungo er gjarnan notaður til að búa til