3M Peltor HRXS7 Serie Manual De Instrucciones página 28

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 16
IS
Peltor heyrnarhlífaútvarp HRXS
eru mjög hljóðdeyfandi heyrnarhlífar með innbyggðu hánæmu víðóma FM-viðtæki. Heyrnarhlífaút-
varpið er sérstaklega til þess lagað að auka öryggi þitt og vinnugleði þegar þú þarft að vinna í
hávaða. Það getur líka komið að góðum notum þegar þú vilt hlusta án truflunar á útvarp jafnframt
því að slá grasflötina eða annað í þá veru.
Peltor heyrnarhlífaútvarp hefur verið prófað og vottað í samræmi við tilskipun 89/686 EBE um
persónuhlífar og EMC-tilskipun 2004/108/EC og uppfyllir þar með kröfur vegna CE-merkingar.
Til þess að þú getir haft af tækinu þau not sem efni standa til, Þú skalt fara vandlega yfir allan
leiðarvísinn svo þú getir haft þau not af tækinu sem efni standa til.
(A) HVAÐ ER HVAÐ?
1. Mjög breitt höfuðband bólstrað með mjúku efni svo þægilegt sé að bera tækið langan
vinnudag.
2. Tveir lágir festipunktar og einföld hæðarstilling sem ekkert skagar út úr.
3. Sjálfstætt fjaðrandi spengur úr ryðfríu fjaðurstáli sem tryggja jafnan þrýsting allt í kring um
eyrað.
4. Mjúkir og breiðir þéttihringir fylltir með frauði/vökva og innri þrýstijöfnunarrásum loka
þétt án mikils þrýstings og eru þægilegir í notkun.
5. Varðir stillihnappar fyrir Á/AF, hljómstyrk og stöðvaval.
6. Loftnetið er mjög stutt, sveigjanlegt og situr lágt en með afar næmri móttöku.
7. Stöðvaval er einfalt og stöðugt. Tíðnisvið: 87,5-108,0 MHz.
8. Hljóðstyrkstakmörk.
9. Rafhlöðulok svo einfalt er að skipta um rafhlöður (tvær alkalírafhlöður, 1,5 volt af gerð AA,
fylgja). Um það bil 140 klukkustunda ending á meðfylgjandi alkalírafhlöðum (HRXS7*-01,
HTRXS7*). Um það bil 60 klukkustunda ending á meðfylgjandi alkalírafhlöðum (HRXP7*-01).
10. Hljóðtengi inn býður upp á hlustun á MP3-spilara o.fl.
LEIÐBEININGAR VIÐ NOTKUN
Skrúfið lokið af rafhlöðuhólfinu. Setjið í tvær 1,5 volta rafhlöður sem fylgja. Athugið að + og –
skautin snúi rétt. Kveikið á tækinu með styrkleikastillinum og stillið á rás með stöðvavalshjólinu
á hægri skál.
(B) Höfuðspöng: (B:1) Haldið skálunum sundur og setjið tækið á höfuðið þannig að
eymapúðarnir umlyki eyrun alveg og falli þétt að höfðinu. (B:2) Haldið spönginni niðri og stillið
um leið hæðina á hvorri skál þannig að þær sitji þétt og þægilega. (B:3) Spöngin á að liggja
beint yfir hvirfilinn.
(C) Hjálmfestingar: Þrýstið hjálmfestingunum í festiraufarnar á hjálmi þar til þær smella fastar
(sjá mynd C:1). Þegar nota skal tækið þarf að þrýsta stálspöngunum inn á við þar til smellur í
báðum megin þegar þær eru færðar úr loftræstistöðu í notkunarstöðu. Gakktu úr skugga um
að hvorki skálin né spöngin snerti innra byrði hjálmsins eða hjálmbrúnina í notkunarstöðu, því
að það getur hleypt inn hljóði. Ath! Skálarnar má hafa í þremur stillingum: (C:2) notkunarstöðu,
(C:3) loftræstistöðu og (C:4) geymslustöðu.
Mikilvægt! Til að ná fullri hljóðdeyfingu þarf að ýta hárinu frá kringum eyrun svo
eyrnapúðarnir leggist þétt að höfðinu. Gleraugnaspangir verða að vera eins mjóar og unnt er
og falla þétt að höfðinu.
MIKILVÆGAR NOTENDAUPPLÝSINGAR
Nauðsynlegt er að setja upp útvarpið, stilla það, hreinsa og halda því við samkvæmt
leiðbeiningum í leiðarvísi þessum.
• Til að fá fulla vernd verður þú að nota heyrnarhlífaútvarpið allan þann tíma sem þú ert
íhávaða.
• Hreinsaðu ytra borð útvarpsins reglubundið með sápu og volgu vatni. Því má ekki dýfa í vatn.
• Geymdu ekki heyrnarhlífaútvarpið þar sem hiti fer yfir +55°C, t.d. í bílglugga eða gluggakistu.
• Sum kemísk efni geta haft óheppileg áhrif á tækið. Frekari upplýsingar fást hjá framleiðanda.
• Tími er kominn til rafhlöðuskipta þegar truflanir aukast eða hljóðið verður of dauft.
• Snúi rafhlöðurnar öfugt geta þær skaðað tækið. Skiptið aldrei um rafhlöður án þess að
slökkva á tækinu. Athugið hvort rafhlöðurnar snúi rétt áður en tækið er tekið í notkun.
• Heyrnarhlífaútvarpið, einkum þéttihringirnir, geta gengið úr sér með tímanum og því þarf að
skoða það oft og reglubundið til að gæta að sprungum og hljóðleka.
• Fjarlægið rafhlöður út tækinu fyrir geymslu!
26

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

Peltor htrxs7 seriePeltor hrxp7 serie

Tabla de contenido