184
vélin að hafa viðbótarborð fast á. Aukamanneskjunni
er eingöngu heimilt að standa við endann á viðbótar-
borðinu, hvergi annars staðar.
• Haldið vinnusvæði vélarinnar lausu við flísar og
viðarúrgang.
• Klæðist þröngum klæðnaði. Takið af skartgripi, hringi
og úlnliðsúr.
• Hugið að snúningsátt mótorsins - sjá Rafmagns ten-
ging.
• Öryggisbúnað vélarinnar skal aldrei taka í sundur eða
gera óvirkan.
• Lagfæringar, stillingar, mælingar og þrif skulu eingön-
gu framkvæmd þegar slökkt er á vélinni. Takið véli-
na úr rafmagnssambandi og bíðið þar til vélin hefur
stöðvast.
• Stöðvið vélina til að gera við bilanir. Takið vélina úr
sambandi við rafmagn.
• Vélin verður að vera tengd við ryksugutæki á meðan
vinna fer fram. Ath. Viðeigandi notkun.
• Allur öryggisbúnaður og hlífar verða að vera á vélinni
þegar unnið er.
• Notið eingöngu skerpt, sprungulaus og heil sagarblöð.
• Hjólsagarblöð gerð úr hertu stáli skulu ekki notuð.
• Fleygurinn er mikilvægt hlífðartæki sem stjórnar vin-
nustykkinu og kemur í veg fyrir að skurðraufin lo-
kist aftan við sögunarblaðið og það losni frá stykki-
nu. Virðið breidd fleygsins; athugið númerið sem er
prentað á fleyginn. Fleygurinn má ekki vera mjórri en
sagarblaðið né þykkari en skurðarbreidd þess.
• Setjið hlífðarlokið niður í hverri vinnulotu.
• Hlífðarlokið verður að vera lóðrétt yfir sögunarblaðinu
í hverri vinnulotu.
• Notið alltaf handfangið ef saga á langsum mjó stykki
- minni en 120 mm. Handfangið á að nota til að þurfa
ekki að staðsetja hendurnar mjög nálægt sagarblaði-
nu.
• Stöðvið vélina ef þörf er á að lagfæra eitthvað eða
fjarlægja viðarbita. Takið vélina úr rafmagnssambandi!
• Skiptið um sögunarblað ef það er orðið eytt. Takið
vélina úr rafmagnssambandi!
• Lagfæringar, stillingar, mælingar og þrif skulu eingön-
gu framkvæmd þegar slökkt er á vélinni. Takið vélina
úr rafmagnssambandi!
• Vélin verður að vera tengd við ryksugutæki með svei-
ganlegri og eldþolinni slöngu, áður en hún er notuð.
Ryksugan á að fara í gang um leið og borðsögin fer
í gang.
• Slökkvið á vélinni þegar vinnusvæðið er yfirgefið. Ta-
kið vélina úr rafmagnssambandi!
• Takið vélina úr sambandi á meðan hún er færð til,
einnig þótt hún sé aðeins færð örlítið til. Setjið vélina
aftur í rafmagnssamband áður en hún er notuð aftur.
• Uppsetning, viðgerðir og viðhald á rafmagnsleiðlsum
skal alltaf framkvæmt af sérfræðingi.
• Öll hlífðar- og öryggistæki skulu sett aftur saman eftir
viðgerðir og viðhald.
• Rafmagnstæki mega ekki verða fyrir rigningu.
• Notið ekki rafmagnstæki í röku eða votu umhverfi.
• Verið viss um að á vinnusvæðinu sé nægilegt ljós.
• Notið ekki rafmagnstækið þar sem er eld- eða spren-
gihætta.