is
Ekki er hægt að skipta um rafmagnssnúruna á lampanum. Ef snúran skemmist skal skipta
lampanum út. Aðeins framleiðandi, þjónustufulltrúi hans eða álíka hæfur einstaklingur skal
skipta um ljósgjafann í lampanum.
1
Uppsetning á LED-ljósi MyQ-fjarstýringar
LED-ljósi MyQ-fjarstýringarinnar má stinga beint í samband við hefðbundna 230V
innstungu. Veljið viðeigandi staðsetningu í loftinu eða á veggnum og festið ljósið í innan
við 1,83 m fjarlægð frá rafmagnsinnstungu til að snúran og ljósið verði ekki fyrir hlutum á
hreyfingu. Setja verður upp LED-ljós MyQ-fjarstýringarinnar til að hægt sé að nota MyQ
og TTC-tímalokun.
ATHUGIÐ: Þegar ljós eru fest á gifsveggi og enginn loftbiti er til staðar skal nota festitappa
fyrir gifsveggi sem fylgja með. Ekki er þörf á að bora undirbúningsgöt fyrir festitappa fyrir
gifsveggi.
1. Borið fyrst lítil göt með 15,6 cm millibili ef fest er við loftbita.
EÐA
skrúfið í festitappa með 15,6 cm millibili ef fest er við gifsvegg.
2. Mælið hversu langa rafmagnssnúru þarf til að ná til næstu innstungu. Vefjið snúrunni
um snúrugrófina efst á ljósasætinu. Þræðið snúruna um brautina þannig að ljósið sé
í flútti.
3. Opnið linsuna á ljósinu.
4. Festið ljósið með skrúfunum sem fylgja með (9+10).
5. Lokið linsunni á ljósinu.
6. Stingið ljósinu í samband.
ATHUGIÐ: LED-ljósið lýsir mjög skært. Horfið EKKI beint í ljósið á meðan unnið er í stiga.
2
Bílskúrshurðaopnari forritaður fyrir LED-ljós MyQ-fjarstýringar
1. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) á ljósinu þar til græna LED-ljósið KVIKNAR.
2. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) á hurðaropnaranum eða
ýttu tvisvar á takkann LÆRA á hurðarstýringunni (78EV).
3. Kóðinn hefur verið forritaður þegar fjarstýringarljósið blikkar einu sinni.
3
Fjarstýring forrituð fyrir LED-ljós MyQ-fjarstýringar
1. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) á ljósinu þar til græna LED-ljósið KVIKNAR.
2. Ýtið á hnappinn á þráðlausu fjarstýringunni sem á að nota til að kveikja ljósið.
3. Kóðinn hefur verið forritaður þegar fjarstýringarljósið blikkar einu sinni.
4. LED-ljós MyQ-fjarstýringar bætt við MyQ-reikninginn
1. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) á ljósinu þar til græna LED-ljósið KVIKNAR.
2. Skráið ykkur inn á MyQ-forritið og bætið LED-ljósi MyQ-fjarstýringarinnar við.
5. Öllum forrituðum stillingum fyrir LED-ljós MyQ-fjarstýringar eytt
1. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) og haldið honum inni þar til slokknar á LED-
ljósinu (eftir 6-10 sekúndur). Nú er öllum forrituðum stillingum eytt.
6. Þrif og viðhald
• Takið ljósið úr sambandi áður en það er þrifið.
• Notið rakan klút við þrifin.
• EKKI NOTA hreinsivökva á linsuna á ljósinu.
7. Förgun
Farga verður umbúðum í þar til gerð endurvinnsluílát. Samkvæmt tilskipun
Evrópusambandsins 2002/96/ESB varðandi raf- og rafeindabúnaðarúrgang skal
farga þessu tæki á fullnægjandi hátt eftir notkun til að tryggja endurvinnslu á
efnum þess.
Varan er í samræmi við helstu kröfur og önnur viðeigandi ákvæði í tilskipun 2014/35/
EU, 2014/53/EU, 2014/30/EU. Hægt er að óska eftir CE-samræmisyfirlýsingu með því að
senda tölvupóst á netfangið info@chamberlain.eu
Chamberlain GmbH
Saar-Lor-Lux-Str. 19
WEEE-Reg.Nr. DE66256568
12
114-5262B
66115 Saarbrücken
Germany
www.liftmaster.eu
info@liftmaster.eu
2019, all rights reserved