NOTKUN SOUND ASSIST
Allar leiðbeiningar eru studdar með myndum sem er að finna í samanbroti
á fram- og bakhliðinni.
Tækið parað
Para verður Sound Assist-tækið við heyrnartækin áður en þú parar við
önnur tæki.
Pörun við heyrnartæki:
1. Gakktu úr skugga um að slökkt sé á Sound Assist-tækinu.
2. Endurræstu heyrnartækin. Heyrnartækin verða síðan í pörunarstillingu
í þrjár mínútur.
3. Ýttu á hljóðstyrkshnappinn til að hækka (+) og aflhnappinn/stillinga-
hnappinn (1.6) samtímis í þrjár sekúndur þar til gaumljósin fyrir not-
kun (1.5) loga í bláum lit.
4. Gættu þess að fjarlægðin milli Sound Assist-tækisins og heyrnartækj-
anna sé ekki lengri en einn metri.
5. Pörunarferlið fer sjálfkrafa í gang.
6. Gaumljósin fyrir notkun (1.5) blikka stutt í grænum lit þegar pöruninni
er lokið.
Aðeins er hægt að para Sound Assist-tækið við eitt sett af heyrnartækjum.
Til að para nýtt sett af heyrnartækjum við Sound Assist-tækið þarf að
framkvæma sömu skref og nýja pörunin skrifar þá yfir pörunina sem fyrir
er.
148