Tækið sett á verksmiðjustillingu
Fyrir ljósgjafa:
Slökktu og kveiktu á aðalrofanum 6 sinnum.
Fyrir fjarstýringu:
Ýttu fjórum sinnum á pörunarhnappinn á fimm
sekúndum.
Samstilling
Ef ljósgjafinn þinn verður ósamstilltur geturðu ýtt
lengi á vinstri- (<) eða til hægri- (>) hnappana, það
stillir ljósgjafann aftur á sjálfgefna stillingu (2700K).
Skipt um rafhlöðu
Þegar fjarstýringin er notuð reglulega eins og
ætlast er til geta rafhlöðurnar enst í u.þ.b. 2 ár.
Þegar tími er kominn til að skipta blikkar rautt ljós
þegar þú ýtir á einhvern hnapp á fjarstýringunni.
Opnaðu rafhlöðulokið og skiptu um rafhlöðurnar
með tveimur AAA/HR03 rafhlöðum.
Varúð!
Sprengihætta getur stafað af því að skipta út
rafhlöðu fyrir aðra af rangri tegund. Fargaðu
rafhlöðunum í samræmi við leiðbeiningar.
Mikilvægt!
• Fjarstýringin er eingöngu ætluð til nota innanhúss
og hægt er að nota hana við hitastig frá 0ºC til
40ºC.
• Ekki skilja fjarstýringuna eftir undir beinu
sólarljósi eða nálægt hitagjöfum, þar sem það
getur valdið ofhitnun.
• Styrkbil á milli fjarstýringar og móttökubúnaðar er
mælt í opnu rými.
25