IS
Leiðbeiningar
Stálketilinn má setja á botnstykkið frá öllum hliðum. Hafið
leiðsluna eins stutta og unnt er; þeim hluta leiðslunnar
sem umfram er má rúlla upp undir botnstykkinu.
MIKILVÆGT: Áður en vatn er sett á ketilinn skal taka hann
af botnstykkinu. Aðeins má fylla á með vatni upp að
MAX-merkingunni, eða 1,2 l (sjá mynd 2) og lokið þarf að
setja tryggilega á.
AÐVÖRUN: Ef meira vatn er sett í ketilinn en sem nemur
MAX-merkingunni (sjá mynd 2) getur sjóðandi vatn bullað
upp úr katlinum við notkun.
Þegar ketillinn er tekinn í notkun ætti að sjóða vatn í
honum þrisvar sinnum áður en vatn er soðið til neyslu.
Þannig er tryggt að hugsanleg óhreinindi eftir fram-
leiðsluferlið hverfi.
Kveikt er á katlinum með hnappinum til að kveikja/
slökkva, sem er undir handfanginu (sjá mynd 2).
Þegar vatnið sýður (við 100 °C) slekkur ketillinn sjálfkrafa
á sér og ljósið slokknar. Ef sjóða á meira vatn þarf því að
ýta aftur á hnappinn. Sjálfvirka slokknunin kemur í veg
fyrir ónauðsynlega upphitun þegar hellt hefur verið úr
kat linum og hann settur aftur á botnstykkið. Takið ketilinn
alltaf úr sambandi þegar ekki er verið að nota hann.
MIKILVÆGT: Gangið ævinlega úr skugga um að lokið hafi
verið tryggilega fest áður en kveikt er á katlinum. Þegar
lokið fellur á sinn stað heyrist smellur. Ef lokið er ekki á
sínum stað mun sjálfvirk slokknun ketilsins ekki virka sem
skyldi. Ekki má nota ketilinn án loks, þar sem þá er hætta
á að sjóðandi vatn skvettist upp úr honum. Ef vandamál
koma upp varðandi sjálfvirku slokknunina, til dæmis ef
ketillinn slekkur á sér áður en vatnið nær 100 °C eða ef
hann heldur áfram að sjóða eftir að því marki er náð, ætti
að kalkhreinsa ketilinn, sjá kafla um viðhald.
Vörn gegn suðu með engu vatni
Ketillinn er með innbyggða vörn gegn því að hann sjóði
án vatns, en það þýðir að hitaelementið slekkur sjálfkrafa
á sér ef ketillinn er kalkaður, ef kveikt er á honum tómum
eða ef allt vatn gufar upp úr honum. Ef ketillinn slekkur
sjálfkrafa á sér án augljósrar ástæðu skal kanna hvort
það eru kalkútfellingar í botninum og kalkhreinsa ketilinn
ef þörf krefur. Því næst skal prófa ketilinn með því að fylla
hann af vatni og kveikja á honum. Ef ketillinn heldur áfram
að slökkva á sér áður en suðumarki er náð skal fara með
hann, ásamt botnstykkinu, til skoðunar hjá þeim söluaðila
þar sem hann var keyptur.
Viðhald
Kalkhreinsun síu
Ketillinn er búinn kalksíu sem má fjarlægja og er staðsett
við hellistútinn. Sían kemur í veg fyrir að kalkagnir í vatninu
berist með í bollann. Það er mikilvægt að hreinsa síuna
áður en hún verður mjög kalkmettuð þar sem vatnið mun
þá ekki komast gegnum síuna, heldur getur runnið með
fram hliðum loksins. Það eykur hættu á brunameiðslum.
Auðvelt er að fjarlægja síuna úr stálkatlinum með því að
toga hana upp á við. Kalkið í síunni má fjarlægja með
uppþvottabursta eða þvottastykki undir rennandi vatni,
36
eða með því að leggja síuna í bleyti í borðedik eða
kalkhreinsivökva. Eftir skolun með hreinu vatni er sían sett
aftur á sinn stað.
Hreinsun ketilsins
Ytra byrði ketilsins má hreinsa með því að strjúka af því
með mjúkum klúti, vættum í volgu vatni og uppþvotta-
legi. Þurrkið af með þurrum klúti eða viskastykki. Notið
aldrei skúringaduft eða önnur hreinsiefni með svarfefnum,
þar sem það mun rispa yfirborð ketilsins.
Kalkhreinsun ketilsins
Ketilinn þarf að kalkhreinsa reglulega til að fjarlægja allar
kalkútfellingar.
Almennt viðhald. Kannið vikulega hvort ketillinn er orðinn
kalkaður. Mælt er með að sjóða aðeins það magn vatns
sem þörf er á hverju sinni. Þannig má forðast að vatn sitji
eftir í katlinum, en það eykur kalkútfellinguna. Þetta sparar
einnig orku.
Kalkhreinsið eftir þörfum. Notið einhverja eftirtalinna
aðferða:
· Aðferð 1: Til að forðast vægar kalkútfellingar skal setja
litarefnislaust borðediki í ketilinn einu sinni í viku, þannig
að vökvinn þeki botn stálketilsins. Látið edikið standa í
katlinum í tvær klukkustundir, tæmið hann svo og skolið
vel. Ábending: Kalkhreinsiferlinu má hraða með því að
hita vökvann að 50–60 °C.
· Aðferð 2: Til að fjarlægja grófgerðari kalkútfellingar skal
setja 0,25 l af litlausu borðediki og 0,75 l af vatni í ketilinn.
Kveikið á katlinum og látið blönduna sjóða. Látið
vökvann kólna í katlinum í 15 mínútur og sjóðið hann svo
upp aftur tvisvar sinnum.
Eftir slíka hreinsun ætti að sjóða vatn í katlinum þrisvar
sinnum áður en vatn er soðið til neyslu. Þannig er tryggt
að engar leifar af kalkhreinsiefninu verði eftir í katlinum.
Ef eitthvert kalk virðist enn vera í katlinum að loknu kalk-
hreinsiferlinu ætti að kalkhreinsa ketilinn oftar.
MIKILVÆGT: Notið aðeins kalkhreinsiefni og borðedik til að
kalkhreinsa ketilinn. Notið aldrei beitt áhöld við þrif eða
kalkhreinsun hitaplötunnar undir stálkatlinum. Ef ketillinn
er ekki kalkhreinsaður reglulega getur það leitt til þess
að hitaplatan eða ketillinn eyðileggist. Slíkt tjón fellur ekki
undir vöruábyrgðina.
ÖRYGGI
Lesið leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun og geymið
þær til síðari nota.
Tengið Emma hraðsuðuketilinn við 220–240 V og notið
hann aðeins til að sjóða í vatn.
Ketillinn er aðeins ætlaður til heimilisnota, en ekki í at-
vinnuskyni (t.d. í framleiðslueldhúsi). Sé hraðsuðuketillinn
notaður á annan hátt en ætlast er til, eða ekki notaður
í samræmi við leiðbeiningarnar, ber notandinn sjálfur
alla ábyrgð á hugsanlegum afleiðingum. Hugsanlegar
skemmdir á katlinum eða slys á fólki sem leiða kann af