All manuals and user guides at all-guides.com
KAFFIVÉLIN NOTUÐ
Vatnsgeymirinn fylltur
Vatnsgeymirinn tekur 2 til 8 bolla af vatni
(0,15 L hvern). Þú getur valið fjölda bolla
sem þú vilt laga í hvert skipti og þarft því
ekki að fylla vatnsgeyminn með nákvæmu
magni þess vatns sem þú þarfnast. Kaffivélin
notar rétt magn af vatni fyrir þann fjölda
bolla sem þú velur�
ATH.: Ef vatnið í geyminum hefur staðið um tíma og þú vilt byrja upp á nýtt skaltu velja
8 bolla og ýta á hnappinn BREW (án þess að vera með kaffi í lögunarkörfunni). Þetta setur
allt staðnað vatn í geyminum í hringrás.
HJÁLPLEG ÁBENDING: Fyrir besta bragð og árangur í lögun skaltu gæta þess að þú sért
með nóg vatn í geyminum fyrir þann fjölda bolla sem þú vilt laga.
Lögunarkarfan fyllt
Lyftu síuklemmunni og settu pappírssíu
1
af stærð #4 í kaffitrektina. Þrýstu
pappírs s íunni út til hliðanna á lögunar-
körfunni og klemmdu hana á sínum stað
með síuklemmunni. Ef þú kýst að laga
án síuklemmunnar getur þú auðveldlega
fjarlægt hana með því að smella henni af.
ATH.: Ekki er þörf á að bleyta pappírs-
síuna fyrirfram.
Renndu loki vatnsgeymisins aftur og fylltu
1
geyminn með fersku, köldu vatni upp að
óskaðri bollastöðu, eins og gefið er til
kynna á glugga vatnsgeymisins� Hönnun
vélarinnar gerir það að verkum að það
tekur smá stund fyrir hana að sýna rétta
vatnsstöðu� Lokaðu loki vatnsgeymisins�
Notaðu skammtinn sem ráðlagður er
2
á síuklemmunni (eða sjá umbreytinga-
töflu í „Leiðarvísir um kaffi s kammta"),
fylltu pappírs s íuna með óskuðu magni
af möluðu kaffi. Lokaðu síðan
lögunarkörfunni�
207