All manuals and user guides at all-guides.com
Kveikt og slökkt á perum
• Með veltirofunum tveimur á bakhlið spegilkastarans er hægt að kveikja og slökkva á perunum.
Það eru ekki rofar á innstungunum.
• Veltirofi 1: kveikir á miðperu
• Veltirofi 2: kveikir á báðum ytri perunum
Skipt um perur
Klóin dregin úr innstungunni og perur látnar kólna í að minnsta kosti 5 mínútur áður en skipt er um
sparperur.
1. Losið skrúfurnar fjórar á hornum gegnsæju hlífarinnar og takið hlífina af kastaranum til að fá
aðgang að sparperunum.
2. Athugið: Hentar eingöngu sparperum, notið eingöngu að hámarki 1 x 20W og 2 x 15W. Gætið að
hámarksþvermáli skrúfgangs (sjá tæknilegar upplýsingar)
3. Skrúfið sparperurnar úr og skrúfið nýju perurnar í fatninguna. Gangið úr skugga um að sparperan
sitji rétt í fatningunni.
4. Komið hlífinni fyrir og festið hana með skrúfunum fjórum. Nú er spegilkastarinn aftur tilbúinn til
notkunar.
Til að stilla lýsingarátt
Losaðu skrúfurnar á hliðum festingararmsins, stilltu síðan lýsingarátt flóðljóssins eftir óskum og
festu svo skrúfurnar aftur.
Hreinsun
• Rjúfa skal strauminn að flóðljósinu og útiloka að straumur sé settur aftur á. Láta skal flóðljósið
kólna nægilega!
• Þegar búnaðurinn er hreinsaður má einungis nota þurran eða örlítið rakan klút, sem skilur ekki
eftir ló, og hugsanlega milt hreinsiefni. Ekki má nota hreinsiefni sem inniheldur fægilög eða
leysiefni.
• Ef þörf er á má hreinsa ljósabúnaðinn með klút sem skilur ekki eftir ló og hefur verið vættur örlítið
með spíra. VIÐVÖRUN! Eftir að ljósabúnaðurinn hefur verið hreinsaður með spíra skal láta lofta
um hann í að minnsta kosti 20 mínútur.
Viðhald
• Skipta skal tafarlaust um skemmt hlífðargler.
• Fjarlægja skal tafarlaust öll óhreinindi á hlífinni eða hlífðarglerinu þar sem þau geta leitt til
ofhitnunar.
WEEE-Ráðleggingar um förgun
Notuð rafmagns- og rafeindastýrð tæki má, samkvæmt evrópskum reglum, ekki lengur setja
í óflokkaðan úrgang. Táknið fyrir ruslatunnu á hjólum vísar til mikilvægi aðskildar söfnunar.
Hjálpið til við að vernda umhverfið og sjáið til þess að þetta tæki, þegar ekki skal nota það
lengur, fara í fyrirséð kerfi aðskildar söfnunar.
VIÐMIÐUNARREGLA 2012/19 EG EVRÓPSKA ÞINGSINS OG RÁÐSINS frá 04. júlí 2012 um
rafmagns- og rafeindatæki og búnað.
IS
49