ÍSLENSKA
9
Þessi borðplata er gerð úr spónaplötu sem
klædd er 3 mm lagi af gegnheilum við.
Borðplatan er meðhöndluð með viðarolíu í
verksmiðjunni og frekari meðferð er ekki
nauðsynleg fyrr en fer að sjá á yfirborðinu.
Þegar yfirborðið fer að láta á sjá, eða
þorna, er kominn tími til að bera IKEA
viðarolíu á plötuna. Byrjið á að hreinsa
borðplötuna og undirbúa hana með því að
pússa hana aðeins með fínum sandpappír.
Strjúkið í sömu átt og æðarnar í viðnum
liggja. Strjúkið af með þurri tusku. Notið
tusku eða pensil til að bera þunnt og
jafnt lag af viðarolíu á borðplötuna. Leyfið
henni að smjúga inn í yfirborðið í u.þ.b.
15 mínútur. Þurrkið þá alla umframolíu
af með þurri, mjúkri tusku. Pússið með
fínum sandpappír eftir fyrstu meðhöndlun.
Leyfið yfirborðinu að þorna og endurtakið
meðferðina eftir nokkra daga. Til að tryggja
að borðplatan haldi eiginleikum sínum um
árabil þarf að bera á hana þegar hún fer að
láta á sjá eða þorna.