34
VIÐVÖRUN:
• Of hár hljóðstyrkur getur skaðað heyrn.
• Notaðu eingöngu meðfylgjandi 24V straumbreytinn til að hlaða.
• Ekki hlaða vöruna þegar hún er blaut.
• Vöruna má eingöngu hlaða innandyra.
• Ekki nota bilaðan aflgjafa til að hlaða vöruna.
• Aldrei setja vöruna upp í lokuðu rými.
• Hafðu alltaf a.m.k. 5 mm pláss í kringum vöruna svo lofti um hana.
• Hafa ætti eftirlit með börnum til að tryggja að þau noti ekki tækið rangt.
• Ekki breyta, taka í sundur, opna, missa, kremja, gata eða rífa rafhlöðuna.
• Ekki láta rafhlöðuna komast í snertingu við regn eða vatn.
• Hætta á eldsvoða og bruna. Ekki hita yfir 60° C (140° F) og ekki brenna rafhlöðuna.
• Haltu rafhlöðunni fjarri opnum loga eða sólarljósi til að koma í veg fyrir hitamyndun.
• Haltu rafhlöðunni fjarri háspennubúnaði.
• Þessi vara er ekki leikfang, gættu þess að allir sem nota þessa vöru lesi og fylgi
þessum viðvörunum og leiðbeiningum.
• Ekki tengja framhjá rafhlöðunni eða hlöðum hennar.
• Ef lekur úr rafhlöðunni skal ekki láta vökvann komast í snertingu við húð eða augu.
Geymið þessar leiðbeiningar til notkunar síðar.
Leiðbeiningar um umhirðu
Strjúkið af tækinu með mjúkum og rökum klút. Notið annan mjúkan og þurran klút til
að þurrka.
Athugið!
Notið aldrei slípiefni eða leysiefni þar sem slíkt getur skemmt vöruna.
Viðhald vörunnar
Reynið aldrei sjálf að gera við tækið þar sem það getur útsett ykkur fyrir hættulega
rafspennu og aðra hættu.
Eingöngu hæfur fagmaður má taka vöruna í sundur og fjarlægja rafhlöðuna og það
má eingöngu gera þegar endingartíma vörunnar er lokið.
Tæknilýsing
Gerðarheiti: VAPPEBY peanut
Tegundarnúmer: E2125
Afkastageta rafhlöðu: 3,6V DC, 3300 mAh, 12 Wh, Li-ion
Inntak: 24,0V DC, 0,29A
Áætluð ending rafhlöðu við
50% hljóðstyrk: 11-13 klst.
Hitastig við notkun: 0°C til 40°C (32°F til 104°F)
Rakastig við notkun: 0 til 95% RH
Vinnslutíðni: 2400-2483,5 MHz
Frálagsafl útvarps: 3 dBm (EIRP)
Ljós: 2 lm, 2600 K
IP-flokkur: IP54