gs yuasa YCX6 Guia Del Usuario página 145

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 44
Ef rafhlaðan er staðsett í ökutækinu:
Hér að neðan er leiðarvísir, vinsamlegast skoðaðu notkunarleiðbeiningar ökutækisins þíns til
að fá upplýsingar og verklagsreglur fyrir ökutækið þitt.
Kannaðu hvort ökutækið sé jarðtengt með jákvæðum eða neikvæðum hætti.
Ef neikvætt jarðtengd (algengast) - skaltu fyrst tengja rauðu leiðslu hleðslutækisins við
jákvæða (+) pól rafhlöðuna og tengja síðan svörtu leiðsluna á hleðslutækinu við undirvagn
ökutækisins fjarri eldsneytisleiðslunni. (Aðeins ef aðgangur að neikvæðri tengingu er ekki
mögulegur).
Ef jákvætt jarðtengd - skaltu tengja fyrst svörtu leiðslu hleðslutækisins við neikvæða (-) pól
rafhlöðuna og tengja síðan rauðu leiðsluna á hleðslutækinu við undirvagn ökutækisins fjarri
eldsneytisleiðslunni. (Eingöngu ef það er ekki hægt að fá aðgang að jákvæðum pól).
Þegar tengt er við rafhlöðuna skaltu tengja hleðslutækið við rafmagn.
Hleðslutækið fer sjálfkrafa í gang þegar rafmagn er tengt og kveikt á því.
(Athugaðu: Ef LED bilunarvísirinn logar með rauðu ljósi skaltu vinsamlegast athuga
tengingarnar, þar sem líklegt er að jákvæðu og neikvæðu leiðslunum hafi verið snúið við.
Skoaðu Bilanagreining varðandi frekari upplýsingar).
Að aftengja rafhlöðuhleðslutækið frá rafhlöðunni
Ef rafhlaðan er ekki staðsett í ökutækinu:
Slökktu á og taktu rafmagnsklóna úr innstungunni og hinkraðu í a.m.k. fimm mínútur áður
en þú aftengir hleðsluleiðslurnar.
Fjarlægðu svörtu leiðsluna og svo rauðu leiðsluna.
Kannaðu raflausnarstig ef hægt er. (Það gæti þurft að fylla á með eimuðu vatni eftir hleðslu).
Ef rafhlaðan er staðsett í ökutækinu:
Slökktu á og taktu rafmagnsklóna úr innstungunni og bíddu í a.m.k. fimm mínútur áður
en þú aftengir hleðslusnúrurnar.
Fjarlægðu svörtu leiðsluna af rafhlöðunni eða undirvagni ökutækisins.
Fjarlægðu leiðsluna af undirvagni ökutækisins.
Fjarlægðu leiðsluna af rafhlöðunni.
Kannaðu raflausnarstig ef hægt er. (Það gæti þurft að fylla á með eimuðu vatni eftir hleðslu).
145

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Productos relacionados para gs yuasa YCX6

Este manual también es adecuado para:

Ycx12

Tabla de contenido