is
Að sjúga upp vökva
• Ekki sjúga upp eldfima vökva .
• Fjarlægðu alltaf síupokann/einnota pokann og gakktu úr skugga um að vatnstakmörkunarkerfið vinni rétt áður en
byrjað er að soga upp vökva .
• Ef froða myndast, skaltu hætta strax og tæma geyminn .
• Hreinsaðu vatnstakmörkunarkerfið reglubundið og leitaðu að ummerkjum um skemmdir .
Taktu vélina úr sambandi áður en þú tæmir geyminn . Taktu slönguna úr soginntakinu með því að kippa henni frá .
Losaðu geymisklemmurnar með því að toga þær út þannig að vélarhlífin opnist . Lyftu vélarhlífinni af geyminum .
Tæmdu alltaf geyminn og hreinsaðu bæði hann og vatnstakmörkunarkerfið eftir vökvasog .
Tæmdu geyminn með því að halla honum aftur á bak eða til hliðar og hella vökvanum ofan í niðurfall eða sambærilegt .
Komdu vélarhlífinni fyrir ofan á geyminum . Festu vélarhlífina með geymisklemmunum . Skyndilegar hreyfingar geta
ræst búnaðinn sem stýrir vatnstakmörkuninni . Ef það gerist, skaltu slökkva á tækinu og bíða í 3 sekúndur með að
endurræsa stýribúnaðinn . Haltu svo áfram að nota tækið .
3.8 Þurrt sog
AÐGÆSLA
Að sjúga upp spilliefni hættuleg umhverfinu . Hægt er að sjúga upp spilliefni hættuleg umhverfinu .
• Fargaðu óhreinindunum í samræmi við lög og reglugerðir .
Taktu vélina úr sambandi áður en hún er tæmd eftir þurrt sog . Losaðu geymisklemmurnar með því að toga þær út
þannig að vélarhlífin opnist . Lyftu vélarhlífinni af geyminum .
Aðalsía: Athugaðu síuna . Þú getur burstað síuna eða þvegið til þess að hreinsa hana . Bíddu þar til sían er þurr áður en
þú hefst handa á ný með þurrt sog .
Rykpoki: Athugaðu pokann til þess að magnið í honum . Skiptu um rykpoka ef með þarf . Fjarlægðu notaða pokann .
Nýja pokanum er komið fyrir með því að renna pappaspjaldinu með gúmmíhimnunni inn í ryksuguinntakinu . Gakktu úr
skugga um að gúmmíhimnan fari fram hjá upplyfta hluta ryksuguinntaksins .
Eftir tæmingu: Lokaðu vélarhlífinni á geyminum og festu hana með geymisklemmunum . Sjúgðu aldrei upp þurrt efni
nema hafa síu í tækinu . Sogvirkni tækisins er háð stærð og gæðum síu og rykpoka . Þess vegna þættir þú eingöngu að
nota upprunalega síu og rykpoka .
4. Að aflokinni notkun tækisins
4.1 Eftir notkun
Taktu tækið úr sambandi við rafmagn þegar það er ekki í notkun . Gerðu upp rafmagnsleiðsluna út frá tækinu . Hægt er
að vefja leiðslunni utan um vélarhlífina eða geyminn, hengja hana á meðfylgjandi krók eða festa hana á annan hátt .
4.2 Flutningur
• Lokaðu öllum geymisfestingum áður en tækið er flutt .
• Lokaðu fyrir innrennslið með viðeigandi tappa .
• Ekki halla tækinu ef það er vökvi í geyminum .
• Ekki nota kranakrók til þess að lyfta tækinu .
• Ekki lyfta tækinu á handfanginu .
4.3 Geymsla
AÐGÆSLA
Geymdu tækið á þurrum stað þar sem hvorki rignir né frýs . Aðeins má geyma tækið innanhúss .
180
Mirka® Dust Extractor • 1230 M • 230 V / 100–120 V • PC & AFC