3M SecureFit X5500NVE Manual Del Usario página 55

Tabla de contenido

Publicidad

UNDIRBÚNINGUR FYRIR NOTKUN
Val
Val á viðeigandi hjálmi skal byggjast á áhættumati á hættum á vinnustað.
Upplýsingar um sérstaka frammistöðueiginleika 3M™ SecureFit™
öryggishjálma má finna í hlutanum „Tæknilýsing". Ef X5000 er valinn býður
valbúnaðurinn fyrir hökuólar á X5000-hjálminum, samkvæmt EN-staðli, til
að auðvelda skipti á milli staðlanna EN 12492 og EN 397. Gangið úr skugga um að allar 4
hökuólarnar hafi verið valdar í réttri stöðu fyrir notkun (mynd 1).
Rafeinangraðir hjálmar
Hjálmurinn er merktur með tveimur þríhyrningum sem bendir til þess að hann sé
rafeinangraður og vottaður í samræmi við EN 50365:2002, og hentar því til notkunar í
lágspennubúnaði upp að nafngildi 1000 VAC. Notandi þarf að athuga að rafmagnsmörk
hjálmsins samsvari málspennunni sem gæti orðið til við notkunaraðstæður. Ekki er hægt að
nota rafeinangraða hjálminn stakan; nauðsynlegt er að nota annan einangrandi hlífðarbúnað
í samræmi við þá áhættu sem vinnan felur í sér. Einangrandi hjálma ætti ekki að nota í
aðstæðum þar sem hætta er á því að dregið sé úr einangrunareiginleikum þeirra. Öldrun,
óviðeigandi hreinsun og notkun við aðrar aðstæður en þær sem gefnar eru upp í þessum
notendaleiðbeiningum kann að draga úr skilvirkni vörunnar. Ekki skal nota hökuól með
segulmagnaðri sylgju, sem er í boði sem aukabúnaður eða varahlutur, fyrir
rafeinangraða hjálma. Þegar hjálmurinn er ekki í notkun er ráðlegt að geyma hann í
viðeigandi íláti við 20 ± 15 C. Ef hjálmurinn verður skítugur eða mengast, sérstaklega
yfirborð hans, skal þrífa hann samkvæmt leiðbeiningunum hér að neðan. Athugið að hjálmar
með loftopum uppfylla ekki EN 397-rafmagnsvottunina.
Skoðun
Gætið þess að höfuðbeislið sé alltaf fest við hjálminn á réttum stöðum og passi vel við
höfuðið áður en hjálmurinn er notaður. Fyrir hverja notkun ætti að skoða hjálminn til að
kanna hvort hann er sprunginn, rispaður eða hafi hlotið efna- eða aflfræðilegar skemmdir. Ef
slíkt kemur í ljós ætti að hætta notkun hans. Ef vafi leikur á skal farga hjálminum. Gætið
þess að 3M™ UVicator™-skífan sé ekki orðinn alhvít því það bendir til þess að skelin sé
orðin slitin vegna útfjólublárrar geislunar og að skipta ætti út hjálminum.
Rétt ásetning
Setjið beislishöldurnar inn í raufarnar á hjálminum (mynd 2). Athugið að X5000 er búinn sex
punkta beisli til að uppfylla höggkröfur EN 12492:2012. Það er afar mikilvægt að
ennisböndin séu rétt strekkt í festingunum.
Stilling hjálmsins (mynd 3)
Stillið hnakkaólina þannig að hún passi rétt á höfuð notandans. Herðið hnakkaólina þannig
að hjálmurinn sitji þétt. Til að tryggja mestu þægindi er hægt að stilla hæð höfuðbeislisins í
mismunandi lóðréttar stillingar.
Hökuól
Hjálmar sem uppfylla EN 12492 (sjá „Val") eru búnir festibúnaði til að halda hjálminum á
höfðinu. Festa þarf sylgjuna á hökuólinni rétt. Fyrir notkun skal tryggja að ólin undir hökunni
sé hert á viðeigandi hátt fyrir hámarksöryggi.
Mynd 4 sýnir hvernig opna og loka á segulmögnuðu sylgjunni
Í NOTKUN
Ráðlagt er að skipta hjálminum út innan 5 ára eftir framleiðsludag í samræmi við
umhverfisaðstæður og notkunarskilyrði. Helstu þættir hvað varðar endingartíma hjálms sem
54

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido