Notkun
Setjið þrýstikjaftinn í þrýstitækið
Það fer eftir gerð þrýstitækisins með hvaða hætti
þrýstikjaftinum er komið fyrir og er lýsingu á því þess vegna
að finna í notkunarleiðbeiningum þrýstitækisins.
Setjið þrýstikjaftinn á þrýstitengið
AÐVÖRUN
Hætta er á slysum vegna brota sem skjótast burt ef
þrýstikjaftarnir eru ekki notaðir rétt eða ef slitnir eða
skaddaðir þrýstikjaftar eru notaðir
Þegar þrýstikjafturinn er notaður verður hann að vera í
fullkomnu lagi (sjá mikilvæg öryggisatriði)
Gætið þess að þvermál þrýstitengisins samræmist
þvermáli þrýstikjaftsins
Setjið þrýstikjaftinn ekki skakkt á þrýstitengið
Gætið þess að engin óhreinindi, spæni eða álíka séu á
milli þrýstikjaftsins og þrýstitengisins
Ef þrýstikjafturinn hefur verið notaður á rangan hátt eða á
annan hátt en fyrirhugaður er skal ekki nota hann áfram
heldur láta yfirfara hann á viðurkenndu verkstæði
Notið viðeigandi hlífðarbúnað (hlífðargleraugu o.s.frv.)
B249-005 © 12-2013
964.874.00.0 (04)
IS
119