is
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR OG VIÐVARANIR
•
Neyðarviðgerðarpakkar fyrir dekk duga aðeins í takmarkaðan tíma í akstri.
•
Með AirMan geturðu haldið áfram ferðalaginu þínu jafnvel eftir að það hefur sprungið á dekkinu. Hámarksgeta loftdælunnar og þéttiefnið gera á áhrifaríkan hátt við göt frá 6mm með AirMan's Valve Through Sealant.
•
Með AirMan vörum sem ætlaðar eru fyrir farþegaökutæki geturðu keyrt allt að 200km eða 120 mílur á hámarkshraðanum 80km/h eða 50 mph á viðgerðu dekki og þannig komist á næsta verkstæði.
•
Ef þú verður var við titring, óstöðugt stýri eða hávaða við keyrslu, minnkaðu hraðann og aktu gætilega þangað sem óhætt er að stöðva ökutækið. Athugaðu aftur þrýstinginn í dekkjunum og athugaðu hvort þú finnur
sprungur eða sýnilegar skemmdir. Ekki halda áfram að keyra með þetta dekk undir ökutækinu.
•
Sum göt á dekki eða sprungin dekk er EKKI hægt að gera við ef skemmdin er of stór.
•
Göt eða rifur á hliðinni á hjólbarðanum er EKKI hægt að gera við.
•
Þú getur einnig notað AirMan dekkjaviðgerðarpakkana eða aðrar vörur undir sama vörumerki við allar aðrar aðstæður þar sem þarf að dæla lofti í dekk. Með meðfylgjandi millistykkjum geturðu blásið upp auðveldlega og á
fljótlegan hátt það sem þarf að blása upp, íþróttavarning, reiðhjóladekk, og fleira!
•
Leggið ökutækjum ykkar í vegkantinum þegar þið notið AirMan til þess að tefja ekki umferð og þannig að þú getir notað AirMan án þess að vera í neinni hættu staddur. Hafið ljós öktækisins á eða komið fyrir
viðvörunarþríhyrning til þess að aðrir viti af ykkur.
•
Ekki fjarlægja neina aðskotahluti(nagla/skrúfur/rusl) sem gætu hafa festst í dekkinu.
•
Hafðu bílvélina í gangi þar sem loftdælan getur tæmt rafgeyminn. Ekki láta bílvélina ganga INNANDYRA eða í LOKUÐUM RÝMUM.
•
Virkar best í hitastigi milli +60°C til – 20°C. Ekki skilja AirMan eftir án eftirlits við notkun.
•
Notið AÐEINS Tire Sealant merktar AirMan eða staðgengil þeirra.
•
Notið ekki AirMan Tire Sealant eftir að hann hefur runnið út. Setjið nýjan AirMan Tire Sealant í stað þess útrunna eins fljótt og unnt er.
•
Geymið þar sem börn ná ekki til. AirMan loftdælan og þéttirinn eru ekki leikföng.
VÖRULÝSING
H
A
B
F
I
E
K
D
J
C
G
A. Handfang
B. Flaska með þétti
C. Loftþrýstimælir
D. Svört loftslanga
E.
Á/Af rofi
F.
Silfurlitaðar þéttislöngur
G. Millistykki fyrir reiðhjóladekk, bolta, annað sem þarf að blása upp
H. Miði með leiðbeiningum
I.
Ventill til að hleypa út lofti
J.
Slöngusamtenging
K. 12V rafmagnssnúra
32