Descargar Imprimir esta página

doppler 85897GPZ Instrucciones De Montaje página 20

Plancha de granito móvil de 140 kg

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 15
IS
Granítplata á hjólum
140 kg – Leiðarvísir fyrir
uppsetningu og notkun
Lestu þennan leiðarvísi fyrir
uppsetningu og notkun vand-
lega til enda, einkum öryg-
gisupplýsingarnar. Sé öryggisleiðbei-
ningunum ekki fylgt getur það leitt til
líkamstjóns eða tjóns á granítplötunni.
Geymdu leiðarvísinn fyrir uppsetningu
og notkun svo þú getir rifjað hann upp
síðar eða sýnt hann þriðja aðila.
Öryggi þitt
Hafðu eftirfarandi öryggisup-
plýsingar í huga. Framleiðan-
dinn er ekki ábyrgur fyrir tjóni
sem hlýst af því að fara ekki ef-
tir þeim.
Granítplatan er ekki barnaleikfang. Börn
geta klemmt sig.
Granítplatan er mjög þung. Gættu þess
að festihemillinn sé ávallt virkur þegar ek-
ki á að færa granítplötuna.
Hafðu í huga að vegna vindstyrks og
þvermáls sólhlífarinnar getur þessi
granítplata reynst of „létt".
Gættu þess að loka sólhlífinni í vindi.
Tilætluð notkun
Granítplatan er hönnuð til að vera stan-
dur fyrir sólhlífar með 400 cm há-
marksþvermál og standrör með 12 cm
bil á milli gata.
Granítplatan er eingöngu ætluð til einka-
nota. Hún hentar ekki til notkunar í at-
vinnuskyni.
Lestu öryggisleiðbeiningarnar vandlega
áður en þú notar granítplötuna. Aðeins
þannig er tryggt að þú notir granítplötuna
með réttum og öruggum hætti.
Hafðu í huga að fylgja öllum innlendum
lögum í gildi sem gilda auk reglnanna
sem kveðið er á um í þessum leiðarvísi
fyrir uppsetningu og notkun.
20
Granítplatan undirbúin
Aðgættu!
– Granítplatan er er mjög þung. Gættu
þess að festihemillinn 1 sé ávallt vir-
kur við undirbúningsvinnu (sjá mynd A
og K).
Þú þarft:
– fastan lykil nr. 17.
1. Losaðu rærnar 2 með föstum lykli
nr. 17 og taktu þær af ásamt hrings-
plittunum 3 og skífunum 4 (sjá mynd B
og C).
2. Settu sólhlífarmastrið 5 þannig á
granítplötuna að skrúfboltarnir 6 fari í
gegnum götin 7 (sjá mynd D).
3. Settu skífur 4 og hringsplitti 3 á; settu
rær 2 á skrúfboltana 6 og hertu með
fasta lyklinum nr. 17 (sjá mynd E og F).
Skipt um notkunarstað
Gættu þess að:
– Ef þú vilt flytja granítplötuna á annan
notkunarstað má ekki vera nein sólh-
líf eða standrör á honum (sjá mynd I).
– Granítplatan er er mjög þung.
Fáðu skilyrðislaust hjálp frá 2 til 3
aðstoðarmönnum.
1. Losaðu alla festihemla 1, með því að
setja þá í lárétta stöðu þangað til þeir
SMELLA! á sinn stað (sjá mynd G).
2. Færið granítplötuna á viðeigandi stað
(sjá mynd H).
3. Þegar varan er á réttum stað skal-
tu setja festihemlana 1 aftur í lóðrét-
ta þangað til þú heyrir þá SMELLA! á
sinna stað (sjá mynd K og L).

Publicidad

loading