Descargar Imprimir esta página

Alpine Muffy Baby Instrucciones De Uso página 43

Orejeras para bebé

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 9
sem hávaði er mikill.
Gættu þess að nota alltaf heyrnarhlífarnar í
háværu umhverfi.
Séu heyrnarhlífarnar notaðar lengi í einu
getur það haft slæm áhrif, t.d. vegna
þrýstings á höfuðið. Nota ber Muffy Baby í
mesta lagi 90 mínútur samfellt og ekki lengur
en um það bil 3 klukkustundir á dag alls.
Þegar höfuðspöngin er stillt, gættu þess að
hún falli þétt að en ekki of fast. Höfuðspöngin
ætti að halda eyrnapúðunum á sínum
stað, ekki hafa meiri þrýsting á henni en
nauðsynlegt er. Höfuð barna undir 18
mánaða aldri eru viðkvæm vegna þess að
lindarbletturinn er ekki enn gróínn saman.
Setja ætti eyrnapúðana beint á eyrað án þess
að nokkuð sé fyrir (t.d. húfa).
Athugaðu barnið reglulega til að kanna
hvort púðarnir loki eyrunum á fullnægjandi
hátt. Gættu þess að púðarnir séu kyrrir á
sínum stað.
Vertu vakandi fyrir því að eyrnapúðarnir
geta hreyfst/runnið úr stað og gættu þess
að Muffy Baby hylji aldrei munn barnsins
eða nef.
Fylgstu stöðugt með barninu til þess að
kanna hvort því líði vel.
Leyfðu barninu ekki að leika sér með Muffy
Baby eða stinga hlutum þess upp í sig, það er
ekki leikfang. Barnið má ekki draga frauðið
innan í púðunum fram og gleypa það.
Athugaðu heyrnarhlífarnar reglubundið til
að ganga úr skugga um að þær séu í góðu
ásigkomulagi og geymdu þær í hreinum
upprunalegum umbúðum. Heyrnahlífar,
einkum púðar, geta versnað við notkun og
ætti að skoða með tíðu millibili, till dæmis eftir
sprungum og leka. Að festa hreinlætishlífar
á púðana getur haft áhrif á hljóðeinangrun
heyrnarhlífanna.
Athugaðu vinsamlegast: Gættu þess að öll
notkun sé undir eftirliti fullorðinna.
Efni: Hlífar gerðar úr ABS, fylliefni úr PVC+PU
og höfuðspöng úr pólýester.
Þyngd: 108 grömm.
Inniheldur enga málmhluti.
Hreinsaðu heyrnarhlífarnar með klút vættum
í volgu vatni og mildri sápu. Aðeins má nota
sápu sem staðfest er að sé notandanum
hættulaus. Hægt er að þvo höfuðspöngina
í þvottavél.
Sum kemísk efni geta hafa neikvæð áhrif
á vöruna. Framleiðandi getur veitt nánari
upplýsingar.
Endingartími heyrnarhlífanna er 5 ár frá
framleiðsludegi. Framleiðsludagsetninguna
má finna í eyrnahlífum undir froðu. Tilgreindur
endingartími vörunnar er eingöngu
áætlaður. Ending vörunnar fer eftir mörgum
utanaðkomandi þáttum sem ekki er hægt
að stýra og ekki má líta á endingartímann
sem tryggðan.
Þegar þetta tæki er rétt notað er hávaðastigið
sem fer inn í eyra einstaklingsins áætlað
með mismuninum á milli A-vigtaða
umhverfishávaðans og hærri og lægri
hávaðaminnkunarstiganna. Varúð: Ef unnið er
í umhverfi þar sem mikið er um lágtíðnihljóð,
þar sem mismunurinn á milli mældu C-vigtuðu
og A-vigtuðu hávaðastiganna dBCd-BA) er
meiri en 3 dB, skal notandi skoða meðfylgjandi
teikningu yfir breytileyka hávaðaminnkunar
með hávaðarófi til að ákvarða verndunarstig.
Sé ekki farið eftir leiðbeiningum í handbók
notanda getur það komið alvarlega niður
á virkni og verndargetu heyrnarhlífanna.
Alpine Hearing Protection ber enga ábyrgð
á skemmdum sem af því leiða. Leitið nánari
upplýsinga hjá framleiðanda. Hér með
lýsir Alpine Hearing Protection því yfir að
heyrnarvörnin Muffy Baby sé í samræmið
við reglugerð Evrópusambandsins
um persónuvarnir EU) 2016/425 og
reglugerð 2016/425 um persónuvarnir
eins og hún var innleidd í bresk lög, ásamt
viðbótum. Hægt er að nálgast heildartexta
samræmisyfirlýsingarinnar á eftirfarandi
vefsíðu: www.alpine.eu/doc
Leiðbeiningar um að fella rétt að
• Muffy Baby heyrnarhlífarnar eru með
höfuðspöng, tveimur eyrnapúðum og
klemmum til að setja þær saman.
• Settu höfuðspöngina yfir eyrnapúðana og
komdu klemmunum fyrir ofan á.
• Settu klemmuna ofan á eyrnapúðann með
spönginni á milli.
• Þrýstu annarri hlið klemmunnar þar
til smellur heyrist og hún festist við
eyrnapúðann.
Taktu eftir því að klemman smellur föst
í tveimur þrepum: Við fyrri smellinn (A)
festist klemman við eyrnapúðana en hægt
er að hreyfa höfuðspöngina. Við seinni
smellinn (B) festist klemman enn betur við
eyrnapúðann og festir höfuðspöngina um
leið.
Smelltu nú einu sinni.
• Snúðu höfuðspönginni í rétta stöðu og
þá ætti röndin að standast á við skarðið í
klemmunni.
• Þegar eyrnapúðunum er komið fyrir á
höfðinu:
Stilltu höfuðspöngina með riflásnum miðað

Publicidad

loading