• Notaðu alltaf hanska við að taka úr og setja í aukahluti eða
eldföst matarílát.
• Ekki kveikja á örbylgjuaðgerðinni þegar heimilistækið er
tómt. Málmhlutar inn í hólfinu kunna að mynda neista.
• Málmílát fyrir mat og drykki eru ekki leyfð meðan á
örbylgjumatreiðslu stendur. Þessi krafa á ekki við ef
framleiðandinn tilgreinir stærð og lögun málmíláta sem
henta fyrir örbylgjumatreiðslu.
• VIÐVÖRUN: Ef hurðin eða hurðaþétting er skemmd, má
ekki nota tækið fyrr en hæfur aðili hefur lokið viðgerðum á
skemmdri einingu.
• VIÐVÖRUN: Einungis til þess hæfur aðili má þjónusta eða
sinna viðgerðum sem fela í sér að fjarlægja hlífina sem
veitir vörn gegn örbylgjum.
• VIÐVÖRUN: Ekki má hita vökva eða matvæli í innsigluðum
ílátum. Þau geta sprungið.
• Notaðu aðeins áhöld sem henta til notkunar í
örbylgjuofnum.
• Þegar matur er hitaður í plast- eða pappírsílátum skal hafa
auga með heimilistækinu vegna hugsanlegrar hættu á
íkveikju.
• Heimilisækið er ætlað til þess að hita matvæli og drykki.
Þurrkun á matvælum eða fatnaði og upphitun á
hlífðarpúðum, inniskóm, svömpum, rökum klútum og öðru
slíku getur leitt til hættu á meiðslum, íkveikju eða eldsvoða.
• Ef tækið gefur frá sér reyk, skal slökkva á tækinu eða taka
það úr sambandi og hafa hurðina lokaða til að kæfa loga.
• Hitun drykkja með örbylgjum getur leitt til seinkaðrar
gossuðu. Gæta verður varúðar við meðhöndlun íláta.
• Hræra skal í eða hrista innihald pela og krukka með
barnamat og kanna hitastigið áður en þess er neytt til að
koma í veg fyrir brunasár.
• Ekki má hita egg í skurninni eða heil harðsoðin egg í tækinu
þar sem þau geta sprungið, jafnvel eftir að örbylgjuhitun er
lokið.
158
ÍSLENSKA