Kynning
Þessi notenda - og leiðbeiningavísir lýsir því hvernig nota skal tröppustigann
á öruggan hátt. Vinsamlegast kynntu þér hann vel áður en þú notar stigann og geymdu bæk-
linginn fyrir frekari tilvísun. Ávallt skal þessi notenda - og leiðbeiningavísir fylgja með ef skipt
er um eignarhald.
1. Ætluð notkun
Stigi þessi er færanlegur og getur því verið notaður á ýmsum stöðum. Hann er hannaður til
að framkvæma smávægileg verkefni í þeim hæðum sem er óviðeigandi fyrir aðrar tegundir
verkfæra (sjá almennar leiðbeiningar um vinnuöryggi og heilsu). Eingöngu má nota stigann
eins og því er lýst í þessum leiðbeiningavísi. Önnur notkun er túlkuð sem óviðeigandi. Við
ábyrgjumst ekki skaða sem kemur vegna óviðeigandi notkunar. Stiginn er einkum ætlaður til
notkunar innandyra. Allar breytingar gerðar á stiganum án heimildar frá framleiðanda munu
ógilda ábyrgðina.
2. Tæknilegar upplýsingar
Útlistun hallastigans og íhluta hans. Tækniupplýsingar ná eingöngu utan um stigann sjálfan.
Vinsamlegast skoðið töfluna fyrir frekari upplýsingar.
3. Við móttöku
Listi yfir alla þá hluti sem fylgja með stiganum (dæmi):
Hallastigi (Heildareining) + notenda - og leiðbeiningarvísir + val jafnvægisbúnaður + val han-
drið (ekki sýnt – takið eftir aðskildum samsetningar leiðarvísi)
4. Leiðarvísir fyrir samsetningu
Eftir því hvaða tegund stiginn er og ástand hans eftir móttöku, gæti þurft að setja
hann saman áður en hann er tekin í notkun. Sumir tröppustigar koma með
jafnvægisbúnaði sem þarf að setja upp áður en hann er tekin í notkun
(eins og sýnt hér að neðan). Nokkrir hallastigar koma með handrið sem þarf
einnig að setja upp áður hann er tekin í notkun. Vinsamlegast skoðið aðskilin
leiðarvísi fyrir jafnvægisbúnað og handrið.
5. Almennar öryggisupplýsingar
Pakkningin getur valdið köfnunarhættu. Notkun stigans innifelur ávallt þá hættu að detta af
stiganum og að stiginn velti. Þetta getur valdið meiðslum á fólki og skemmdum á hlutum.
Stigar og pakkningar eru ekki leikföng.
Öll verkefni sem unnin eru með eða á stiganum verða að vera framkvæmd til að lágmarka
þessar hættur eins og hægt er. Stiginn er hannaður fyrir létt verkefni og notkun í stuttan tíma.
Ekki vinna of lengi á stiganum án þess að taka reglulega hvíld. Þreyta er hætta og getur
haft áhrif á öugga notkun stigans. Stigann verður að nota við viðeigandi verkefni og má
eingöngu nota í ákveðinni stöðu. Aðeins nota þær tröppur sem fylgja. Stiganum og
aukahlutum stigans má ekki breyta. Gætið þess ávallt að hafa trausta undirstöðu þegar
unnið er með eða á stiganum. Fylgið ávallt reglum og leiðbeiningum, einkum þegar stiginn
er notaður til atvinnu. Notið aðeins aukahluti sem samþykktir eru af framleiðanda.
6. Samsetning / Notkun
Fylgið ávallt þeim leiðbeiningum sem finna má í leiðarvísinum og á stiganum sjálfum
við samsetningu og notkun.
Upplýsingar um hönnun stigans:
Það þarf að staðsetja þennan hallastiga að hörðum fleti þegar hann er notaður.
Athugasemdir um notkun hallastigans:
Örugg notkun og staðsetning hallastigans. Setjið upp slá (ef mögulegt).
IS