Íslenska
Helstu upplýsingar
• USB-spennubreytir (5V, 2A) og USB C-snúra fylgja ekki.
• Þráðlaus Qi-hleðsla möguleg.
• Styður Qi 1.2.4BPP tækniforskrift.
• Vaktar hitastig og orku í öryggisskyni.
• LED stöðuvísir.
Notkunarleiðbeiningar
• Tengdu USB snúruna við spennubreytinn og við LIVBOJ. Stingdu í
samband við rafmagn.
• Fyrir þráðlausa hleðslu þarf að setja tækið ofan á plúsmerkið (+) á
hleðslutækinu. Tækið þarf að vera sett beint ofan á plúsmerkið (+)
á hleðslutækinu til að hleðslan gangi sem best fyrir sig. Athugaðu
að á sumum tækjum þarf að virkja þráðlausa hleðslu.
• Ef rafhlaðan er alveg tóm gæti það tekið nokkrar mínútur að hefja
hleðslu. Það er eðlilegt. Hleðslan byrjar um leið og rafhlöðutáknið
birtist á símanum þínum.
LED stöðuvísir (sjá myndir):
1. Kveikja: LED ljós lýsir í þrjár sekúndur.
2. Hleðsla: LED ljós kviknar.
3. Hleðslu lokið: LED ljós slokknar.
4. Villa: LED ljós blikkar.
26