Kæru foreldrar,
Okkur er það sérstök ánægja að þið skuluð hafa valið Annabell. Það er ekki einungis að Annabell sé eins og
raunverulegt ungbarn við snertingu heldur hegðar hún sér líka eins og raunverulegt barn, sýnir eðlileg viðbrögð
og gefur frá sér ekta ungbarnahljóð. Hún hjalar, hlær, drekkur vatn úr pelanum sínum, tottar snuðið sitt, sýnir
náttúrleg svipbrigði og grætur ekta tárum.
Vinsamlegast athugið:
*
Verið meðvituð um að leiðbeina barni ykkar.
*
Alltaf þarf að hafa í huga að Annabell fylgihlutir og leikföng henta ekki handa raunverulegum
hvítvoðungum og smábörnum.
*
Hægt er að hreinsa höfuðið, handleggina, fæturnar og taulíkaman með rökum (ekki blautum) klút.
Vinsamlegast baðið ekki Annabell og þvoið hana aldrei í þvottavél. Hægt er að þvo samfestinginn í
handþvotti.
Allt um rafhlöður/hleðslurafhlöður
•
Notið alkaline rafhlöður til að tryggja betri gæði og lengri endingu.
•
Notið eingöngu rafhlöður sem mælt er með fyrir vöruna.
•
Látið fullorðna eingöngu sjá um að skipta um rafhlöður.
•
Gætið að rafhlöðurnar snúi rétt (+ og -).
•
Blandið ekki saman mismunandi tegundum af rafhlöðum.
•
Ekki nota endingarstuttar rafhlöður.
•
Ef tækið er ekki notað í nokkurn tíma, stillið takkann á "OFF" til að rafhlöðurnar lifi lengur. Við
mælum einnig með að rafhlöðurnar séu fjarlægðar til að koma í veg fyrir leka og eyðileggingu á
vörunni.
•
Ekki blanda saman hleðslurafhlöðum og venjulegum rafhlöðum.
•
Hlaðið ekki venjulegar rafhlöður.
•
Ónýtar rafhlöður þarf að fjarlægja úr leikfanginu og henda í sérstaka endurvinnslutunnu.
•
Haldið rafhlöðum frá eldi þar sem þau geta lekið eða sprungið.
•
Ef vatn kemst í rafhlöðuhólfið, þurrkið með klút.
•
Hleðslurafhlöður þarf að fjarlækja úr leikfanginu áður en þau eru hlaðin.
•
Hleðslurafhlöður þarf að hlaða undir eftirliti fullorðinna.
Undirbúningur
Innsetning á rafhlöðum skal gerð af fullorðnum sem hér segir:
1. Stillið rofann á rafhlöðuhólfinu á "OFF". (Fig. 1)
2. Notið skrúfjárn til að opna rafhlöðuhólfið. (Fig. 1)
3. Setjið 3x 1.5V AA (LR6) rafhlöður. Vinsamlega athugið að rafstyrkurinn er réttur. (Fig. 2)
4. Skrúfið lokið á rafhlöðuhólfið á aftur. (Fig. 1)
5. Stillið rofann á rafhlöðuhólfinu á "ON". (Fig. 3)
Aðgerðir
Til að geta notað möguleika Annabell, kveikið á rofanum (ON) á rafhlöðuhylkinu innan í dúkkunni. Strax og kveikt
er á Annabell, heyrast barnahljóð frá henni. Annabell hagar sér eins og alvöru barn, með raunsæjum barnahljóðum
og sætri andlitstjáningu.
Annabell kann að
•
drukkið alvöru vatn úr flöskunni sinni. Við það hreyfir hún munninn og gefur frá sér kyngingarhljóð. Eftir
drykkjuna þarf Annabell að ropa. Stundum þrýstir maginn svo mikið á, að hún byrjar að gráta. Sjá atriði 3
Grátur. (Mynd 1)
Gefið Annabell einungis hreint vatn að drekka!!! Þegar brúðan fær pelann þarf alltaf að gæta þess að
honum sé stungið nægilega djúpt upp í munninn. Einnig þarf að hafa í huga að vegna þess að brúðan
getur ekki sogið vatn sjálf þarf að þrýsta á hliðarnar á pelanum. Brúðan drekkur best með því að
þrýsta saman pelanum og slaka á til skiptis. Það tryggir að vatnsgeymirinn innan í brúðunni fyllist
jafnt aftur.
IS
32