hlýjum fatnaði þegar unnið er í kulda, til að halda
höndunum heitum og þurrum.
• Teygið hendur eða líkama ekki of langt fram. Haldið
góðri fótfestu og jafnvægi allan tímann sem unnið
er. Þannig fæst betri stjórn á verkfærinu við óvæntar
aðstæður.
• Komið í veg fyrir að kveikt sé á verkfærinu fyrir
misgáning. Haldið aldrei á verkfærinu þegar það er
fært milli staða þannig að fingur styðji á gikkinn.
• Umgangist verkfærið af virðingu og með meðvitund
um eiginleika þess.
• Notið það aldrei af kæruleysi eða í gríni.
• Fjarlægið alla stillingarlykla eða stillingarverkfæri áður
en verkfærið er notað. Lykill eða verkfæri sem verður
eftir áfast við verkfærið getur valdið slysum á fólki.
• Gasverkfærið er ekki hannað til notkunar í sprengi-
fimu umhverfi, svo sem nálægt eldfimum vökvum,
gastegundum eða ryki. Hönnun gasverkfærisins leiðir
til þess að það gefur frá sér neista og útblástursgufur
frá því valda einnig hættu á íkviknun í snertingu
við mjög eldfimt eldsneyti eða gastegundir. Notið
aldrei verkfærið í umhverfi þar sem slíkt er að finna.
Reykingar eru bannaðar við notkun eða meðhöndlun
verkfærisins og/eða efnarafalsins.
• Gangið úr skugga um að sprengifim efni komist ekki
í snertingu við heitar útblásturslofttegundir.
• Meðhöndlið verkfærið af fyllstu aðgát, þar sem það
getur orðið mjög heitt og það getur skert grip og
stjórnun á verkfærinu.
• Haldið vinnusvæðinu hreinu og vel lýstu. Óreiða og
slæm lýsing á vinnusvæði eykur hættu á slysum.
• Gasverkfærið má aðeins nota á vel loftræstum
svæðum. Forðist innöndun á útblásturslofti, gufum
eða gasi, þar sem slíkt kann að vera hættulegt
mannslíkamanum.
• Við ranga notkun kann vökvi að sprautast úr
rafhlöðunni og/eða efnarafalnum. Forðist alla
snertingu við slíkan vökva. Við snertingu af slysni
skal skola tafarlaust undir rennandi vatni. Ef
vökvi kemst í snertingu við augu skal einnig leita
læknis. Vökvi sem sprautast úr rafhlöðunni og/eða
efnarafalnum getur valdið ertingu eða bruna.
• Við venjubundna notkun á verkfærinu kann að
myndast gas í litlu magni.
• Notið verkfærið ekki ef það er ekki í góðu ásig-
komulagi og starfhæft.
• Skoðið gasverkfærið fyrir notkun til að ganga úr
skugga um að það sé í góðu ástandi og virki rétt.
Leitið eftir vanstillingu eða hindrunum á hreyfingum
hreyfanlegra hluta, eða öðrum einkennum sem
gætu hindrað eðlilega virkni. Notið verkfærið ekki ef
eitthvað ofantalinna skilyrða eiga við, þar sem þau
geta valdið bilun í verkfærinu.
• Þegar verkfærið er skilið eftir í hvíldarstöðu skal
nota beltið/krókinn eða leggja verkfærið frá sér
með framhliðina eða hægri eða vinstri hlið niður.
Leggið verkfærið aldrei niður þannig að „nefið" vísi
að notandanum, eða neinum öðrum sem kann að
vera nærri.
• Aðeins fólk með nægilega tæknilega færni og þau
108
sem hafa lesið og skilið notkunar- og öryggisleiðbei-
ningar fyrir verkfærið mega nota þetta gasverkfæri.
• Haldið börnum og óviðkomandi fólki fjarri á meðan
verkfærið er notað. Allar truflanir geta leitt til þess
að notandi missir stjórnina á verkfærinu.
• Geymið gasverkfæri, efnarafala, hleðslutæki og
rafhlöður sem ekki eru í notkun þar sem börn ná
ekki til og leyfið engum sem ekki hafa fengið þjálfun
í notkun verkfærisins og fylgihluta þess og hafa
ekki lesið þessar leiðbeiningar að nota verkfærið
eða fylgihlutina. Gasnaglabyssur eru hættulegar í
höndum óþjálfaðra notenda.
• Geymið gasverkfærið ekki við hitastig sem fer yfir
49 °C. Hátt hitastig getur leitt til sprengingar eða
eldsvoða og losunar eldfimra gastegunda. Þegar
verkfærið er ekki í notkun skal geyma það fjarri
hitagjöfum eða beinu sólarljósi.
• Skiljið verkfærið ekki eftir óvarið gegn regni
eða annarri bleytu. Ef vatn berst inn í gasknúna
verkfærið eykur það hættuna á raflosti og/eða bilun
í verkfærinu.
• Gerið alltaf ráð fyrir að það gætu verið hefti eða naglar
í gasnaglabyssunni. Ef gasverkfærið er meðhöndlað
af ógætni getur það leitt til þess að naglar skjótast úr
henni fyrir slysni og valdið slysum á fólki.
• Notandi skal aldrei beina gasverkfærinu að sjálfum
sér eða neinum í grenndinni, hvort sem í því eru
naglar eða ekki. Ef kveikt er óvænt á verkfærinu
hleypur hefti eða nagli úr byssunni og veldur slysi.
• Þvingið aldrei verkfærið. Notið það gasverkfæri sem
hentar best verkefninu hverju sinni þar sem slíkt
auðveldar verkið og er eykur öryggi í notkun með
hliðsjón af þeirri spennu sem verkfærið var hannað fyrir.
• Hleypið aldrei nagla úr gasnaglabyssunni nema hún
hafi verið staðsett þétt upp að stykkinu sem unnið
er með. Ef gasverkfæri er ekki í snertingu við stykki
sem unnið er með er hugsanlegt að naglinn hitti ekki
tilætlaðan stað.
• Skjótið ekki úr gasnaglabyssunni í efnivið sem er
of harður eða of mjúkur. Harður efniviður getur
endurkastað naglanum og valdið meiðslum en mjúkt
efni getur hleypt naglanum of auðveldlega í gegn og
valdið því að hann hlaupi í gegn.
• Skjótið ekki nöglum yfir aðra nagla.
• Sýnið sérstaka aðgát þegar nöglum er skotið í
fyrirliggjandi veggi eða aðra fleti með óþekktum
innviðum, til að forðast að naglar lendi í óséðum
hlutum eða fólki hinum megin við flötinn (t.d.
rafleiðslum, lögnum, rafmagnssnúrum.)
• Þegar nagla hefur verið skotið úr gasnaglabyssunni
er hugsanlegt að verkfærið hrökkvi til baka
(„bakslag") og hreyfist til frá vinnufletinum. Til
að draga úr slysahættu skal ævinlega stjórna
bakslaginu með því að:
∙ hafa ævinlega fulla stjórn á verkfærinu og vera
reiðubúin að bregðast við eðlilegum og skyndi-
legum hreyfingum þess, svo sem bakslagi.
∙ gera ráð fyrir bakslagi sem hugsanlega færir
verkfærið frá vinnufletinum.
∙ veita ekki viðnám gegn bakslaginu, sem getur