Descargar Imprimir esta página

MIRKA DEOS 343 Instrucciones De Manejo página 112

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 59
is
Leiðbeiningar um notkun
Ætlast er til þess að verkfærið sé notað sem handverkfæri. Hægt er að nota verkfærið í hvaða stöðu sem er. Athugasemd!
Slípivélin getur myndað snúningsátak þegar hún er sett í gang.
Gættu þess að slökkt sé á slípivélinni. Veldu viðeigandi svarfskífu og festu hana tryggilega við bakpúðann. Gættu þess
að svarfskífan sé miðjustillt á bakpúðanum. Við mælum með Mirka-bakpúða og Mirka netslípivörum til þess að ná sem
bestum árangri.
Kveiktu á slípivélinni með því að þrýsta á Á/Af hnappinn, sjá Mynd 1. Ljóstvistur (LED) slípivélarinnar (hægri) lýsir nú
grænu ljósi.
Nú er hægt að setja slípivélina í gang með því að þrýsta á handfangið.
Hægt er að stilla hraðann á bilinu 5,000 rpm og hámarks s.á.m. með því að breyta stöðu handfangsins.
Hægt er að stilla hámarks s.á.m. með því að þrýsta á rpm+ eða rpm , Mynd 1. Hægt er að stilla snúningshraðann í
þrepum, 5.000, 6.000, 7.000, 7.500, 8.000, 9.000 og 10.000 s.á.m.
Verkfærið er búið tveimur leiðum til hraðastillingar. Í sjálfgildisstillingu er hægt að stilla hraðan línulega með því að færa
handfangið fram og aftur. Í hinni stillingunni er fastur snúningshraði samkvæmt stillingu á s.á.m. þegar verkfærið gengur.
Þegar þrýst er samtímis á rpm+ og rpm hnappana, skiptir verkfærið á milli snúningshraðastillinganna tveggja.
Leggðu slípivélina ávallt á vinnuflötinn sem á að pússa áður en þú setur hana í gang. Fjarlægðu verkfærið ávallt af
vinnufletinum áður en slökkt er á því.
Þegar slípivinnu er lokið, er slökkt á slípivélinni með því að þrýsta á Á/Af hnappinn. Við það slokknar á ljóstvisti (hægri)
slípivélarinnar.
Bluetooth
Rafverkfæri þetta er búið lágorku Bluetooth® tækni og hægt er að tengja það við app sem gefur kost á fleiri aðgerðum
og meiri virkni. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um virkni appsins og hvort það sé fáanlegt í heimalandi þínu með
því að fara á www.mirka.com/mymirka
Þú virkjar Bluetooth á Mirka
1.
Stingdu rafmagnsleiðslunni í samband við rafmagn.
Þrýstu á Speed+ hnappinn og haltu honum niðri á meðan þú kveikir á tækinu með On/Off hnappinum.
2.
Grænt ljós kviknar á vinstri ljóstvistum (LED) til þess að sýna að Bluetooth sé virkt.
3.
4.
Bluetooth-tengingin rofnar þegar tækið er tekið úr sambandi við rafmagn.
ATHUGASEMD! Sé appið ekki sett upp eða ekki í boði í heimalandi þínu, skal Bluetooth ekki virkjað.
Heitið Bluetooth
®
vörumerki og vöruheiti er í eigu viðkomandi eigenda.
Viðhald
Taktu tækið ávallt úr sambandi við rafmagn áður en viðhaldsvinna hefst!
Notaðu eingöngu upprunalega Mirka-varahluti!
Að skipta um bakpúða
A = 8 mm (bara á 70 × 198 mm)
B = 16 mm
112
Mirka® DEOS 343, 353, 383 & 663
®
DEOS -verkfærinu þínu sem hér segir:
og lógó eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. og öll notkun Mirka Ltd á þeim er háð leyfi. Önnur

Publicidad

loading