VÖRUÖRYGGI (ÁFRAM)
6. Hafa ætti eftirlit með börnum til að tryggja að þau leiki sér ekki
með tækið.
7. Hreinsun og notandaviðhald skal ekki framkvæmt af börnum
án eftirlits.
8. Ekki snerta heitt yfirborð. Notið handföng eða hnúða.
9. Setjið ávallt klóna fyrst í tækið og stingið síðan
rafmagnssnúrunni í samband við vegginnstungu. Til að taka
tækið úr sambandi skal slökkva á því og taka síðan klóna úr
sambandi við innstunguna.
10. Aldrei má reyna að halda á tækinu þegar það er heitt. Ef heit
fita slettist til getur það valdið alvarlegum meiðslum eða
brunasárum.
11. Til að verja gegn eldsvoða, raflosti og meiðslum á fólki má ekki
setja snúrur, innstungur eða tækið á kaf í vatn eða annan
vökva. Látið ekki vökva skvettast á tengið.
12. Ekki nota neitt tæki með skemmdri snúru eða kló, eða eftir að
það hefur bilað, eða dottið eða verið skemmt á einhvern hátt.
Skilaðu heimilistækinu til næstu viðurkenndu
þjónustumiðstöðvar til skoðunar, viðgerðar eða stillingar á
rafmagns- eða vélrænum búnaði.
13. Skildu heimilistækið aldrei eftir án eftirlits á meðan það er í
notkun.
14. Notkun fylgihluta, sem KitchenAid mælir ekki með eða selur,
getur valdið eldsvoða, raflosti eða meiðslum.
15. Ekki nota tækið utanhúss.
16. Ekki láta snúruna hanga fram af borði eða bekk, eða snerta
heitt yfirborð.
17. Má ekki setja á eða nálægt heitri gas- eða rafmagnshellu, eða
inn í heitan ofn.
18. Slökkvið á tækinu (O) og takið úr sambandi við innstungu
þegar það er ekki í notkun áður en það er sett saman eða tekið
í sundur og áður en það er hreinsað. Taktu í klónna og togaðu
úr innstungunni til að taka úr sambandi. Togaðu aldrei í
rafmagnssnúruna.
19. Ekki þrífa Espressóvélina með hreinsiefnum sem geta rispað,
stálull eða öðrum rispandi efnum.
20. Sýnið ítrustu varkárni þegar heit gufa er notuð.
21. Ekki nota tækið til neins annars en ætlaðrar notkunar.
112