Descargar Imprimir esta página

Electrolux LNC8ME18S Manual De Instrucciones página 89

Publicidad

Idiomas disponibles

Idiomas disponibles

Eftir því hvaða magn ávaxta
og grænmetis er geymt í
GreenZone skúffunni gæti
rakaþétting myndast. Ef það
gerist skaltu fjarlægja rakann
með mjúkum klút og stilla
rakastýringuna á lágan raka.
5.7 MULTIFLOW
Kæliskápshólfið er með MULTIFLOW
búnaði sem gerir hraða og skilvirka
kælingu matvæla mögulega og viðhaldi á
jafnara hitastigi í kælihólfinu.
Þessi búnaður virkjast sjálfkrafa þegar
þörf er á.
MULTIFLOW gengur aðeins þegar
hurðin er lokuð.
Ekki loka fyrir loftunargöt, til
að betri kæling sé möguleg.
Ekki fjarlægja MULTIFLOW
spjaldið.
Notaðu ekki vatnsúða eða
gufu til að hreinsa
heimilistækið. Fyrir
upplýsingar um hreinsun, sjá
kaflann „Umhirða og
hreinsun".
5.8 Frysta fersk matvæli
Frystihólfið hentar til þess að frysta fersk
matvæli og geyma frosin og djúpfrosin
matvæli til lengri tíma.
Til að frysta fersk matvæli skal virkja
FastFreeze aðgerðina minnst 24
klukkustundum áður en maturinn sem á
að frysta er settur í frystihólfið.
Dreifið fersku matvælunum jafnt yfir
fyrsta hólfið eða skúffuna talið ofan frá.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á sólarhring án þess að bæta við
öðrum ferskum matvælum er tilgreint á
merkiplötunni (merkingu sem staðsett er
inni í heimilistækinu).
Að frystiferlinu loknu, fer heimilistækið
sjálfkrafa aftur í fyrri hitastillingu (sjá
„FastFreeze aðgerðina").
Til að fá frekari upplýsingar, sjá
„Ábendingar um frystingu".
5.9 Geymsla á frosnum
matvælum
Þegar heimilistækið er virkjað í fyrsta
sinn eða eftir notkunarhlé skal láta það
ganga í minnst 3 klukkustundir áður en
vörurnar eru settar í hólfið með kveikt á
FastFreeze aðgerðinni.
Frystiskúffurnar tryggja að það sé
auðvelt og fljótlegt að finna
matarpakkann sem vantar.
Ef það á að geyma mikið magn af
matvælum, skal fjarlægja allar skúffur og
láta matvælin í hillurnar.
Geymið matinn ekki nær hurðinni en 15
mm.
ÍSLENSKA
89

Publicidad

loading