Descargar Imprimir esta página

Etac Alto Manual Del Usuario página 69

Ocultar thumbs Ver también para Alto:

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 54
Almennt
Takk fyrir að velja vöru frá Etac. Mikilvægt er að lesa þessa
handbók og varðveita til að forðast skemmdir við samsetningu,
meðhöndlun og notkun. Einnig má finna hana á
www.etac.com. Hægt er að velja tungumál með tenglunum
„Alþjóðlegt" og „Staðbundin vefsvæði". Hér má einnig finna
önnur fylgigögn vörunnar svo sem upplýsingar um tilvísun og
leiðbeiningar fyrir kaup og viðhald.
Í handbókinni er notandinn aðilinn sem situr í stólnum.
Umönnunaraðili er aðilinn sem hjálpar notandanum.
Myndirnar sem vísað er í á hverri síðu er að finna í up-
phafi handbókarinnar (bls. 3 til 13). Sjá myndir A til F fyrir
samsvarandi texta.
Lýsing á tæki
Alto er hægða- og sturtustóll færanlegur með hjálp
aðstoðarmanns.
Fyrirhuguð notkun
Alto (hér eftir einnig nefnt „tækið" eða „varan") er færanlegur
hægða- og sturtustóll með rafhlöðuknúinni sætislyftingu og
-halla, sem ætlað er að bæta úr eða draga úr virkniskerðingu
vegna áverka eða hreyfihömlunar. Tækið er hannað til að sinna
persónulegu hreinlæti í sturtu, við vask eða yfir klósetti og ein-
nig fyrir flutning til og frá baðherbergi.
Fyrirhugaður notendahópur
Notendahópur tækisins byggist á færni hvers og eins en er
ekki bundinn við sérstaka greiningu, heilsufar eða aldur. Það
er ætlað einstaklingum 146 cm að hæð eða hærri eða einstak-
lingum sem vega 40 kg eða meira.
Aðrir notendur tækisins eru umönnunaraðilar sem veita aðstoð
og heilbrigðisstarfsfólk/tæknimenn sem setja tækið upp.
Fyrirhugað umhverfi
Tækið er ætlað til notkunar innandyra á heimilum eða stofnu-
num og hentar til notkunar á baðherbergjum. Það hentar ekki til
notkunar í sundlaugum eða í svipuðu tærandi umhverfi.
Fyrirhuguð notkun
Tækið er ætlað til notkunar í styttri eða lengri tíma og það má
nota nokkrum sinnum á dag.
Tækið er ætlað til notkunar á óskaddaða húð. Tækið er ætlað til
endurnýtingar og það má endurbæta.
Áætlaður endingartími
Áætlaður endingartími er 8 ár. Nánari upplýsingar um endin-
gartíma tækisins er að finna á www.etac.com.
Ábendingar
Ábending fyrir notkun er fötlun, meðal annars hjá einstaklingum
með líkamlega fötlun sem þurfa á bakstoð og/eða armstoð að
halda til að halda sitjandi stöðu og aðstoð við flutning í eða úr
stólnum.
Frábendingar:
Ekki er vitað um frábendingar.
Varnaðarorð
Finna má varnaðarorð með lýsingum á áhættuþáttum fyrir
tilteknar athafnir eða stillingar tækisins í viðkomandi kafla.
Sé notkunarleiðbeiningunum ekki fylgt getur það valdið
meiðslum.
Ekki má nota gallað tæki. Hætta á meiðslum.
Ekki má breyta tækinu. Hætta á meiðslum.
Athugið næmi notanda fyrir þrýstingssárum fyrir notkun.
Hætta er á að líkamshlutar klemmist þegar bekken er sett
á eða fjarlægt.
Tæki sem hitnar getur valdið bruna.
Einstaklingar með vitsmunalega skerðingu mega ekki nota
fjarstýringuna.
Haldið börnum fjarri tækinu. Kyrkingarhætta vegna snúra.
Haldið börnum fjarri tækinu. Hætta á að kremjast af völdum
hluta á hreyfingu.
Hætta á að kremjast af völdum hluta á hreyfingu.
Notið ekki aukahluti eða íhluti sem ekki er lýst í notku-
narleiðbeiningunum. Hætta á meiðslum.
Samræmisyfirlýsing
Tækið uppfyllir kröfur reglugerðar um lækningatæki (ESB)
2017/745.
Tækið er prófað og uppfyllir kröfur ISO 17966, IEC 60601-1 og
IEC 60601-1-2.
Upplýsingar fyrir kaup
Upplýsingar fyrir kaup er að finna á www.etac.com.
Leiðbeiningar um útskipti á íhlutum
Fylgja verður samsetningarleiðbeiningunum við uppsetningu á
aukahlutum og varahlutum. Samsetningarleiðbeiningar er að
finna á
www.etac.com
Samskiptaupplýsingar
Ef þú hefur spurningar varðandi notkun, viðhald eða vandamál
skaltu hafa samband við næsta söluaðila.
Aukaverkun
Ef vart verður við aukaverkanir í tengslum við tækið skal tilkynna
slík tilvik tímanlega til næsta söluaðila og lögbærra landsyfirva-
lda. Söluaðili áframsendir upplýsingar til framleiðanda.
Sérstilling
eru allar frekari stillingar sem ekki eru í leiðbeiningum og
stillingum handbókarinnar. Tæki sem hefur verið sérstillt af
viðskiptavinum má ekki halda CE-merkingu Etac. Ábyrgð Etac
rennur út.
Ef einhver óvissa er til staðar varðandi framkvæmd sérstillingar
skal hafa samband við Etac. Tæki sem tengt er við annað tæki
má ekki halda CE-merkingu hvors tækis nema samsetningar-
samningar séu fyrir hendi.
Lýsing á tæki
1. Neðri hluti grindar.
2. Fótstoð með fótplötu og hælól.
3. Sætiseining.
4. Armstoð.
5. Áklæði fyrir bakstoð.
6. Merkimiði með vörunr. (raðnr., framleiðsludagur).
7. Merkimiði með rafmagnsupplýsingum.
69
Etac / Alto / www.etac.com
Sjá mynd A
is

Publicidad

loading

Este manual también es adecuado para:

80229600802296058022960980229608