SÉRSTILLING DRYKKJA OG GERÐ PRÓFÍLA
Í drykkjarvalmyndinni er hægt að breyta frumstillingum uppskrifta og vista ótímabundið. Vélin
leyfir þér að breyta stillingum drykkja að vild og vista stillta drykkinn á persónulegum prófíl. Til
eru tvær leiðir til að búa til prófíl:
1.
Sérstilling drykkja:
� Ýttu á táknið „ ".
� Ýttu á táknið „ " til að velja drykk.
� Þegar búið er að velja drykk er hægt að sjá fleiri stillingar á næsta skjá.
� Notaðu táknið „ " eða „ " til að fara í gegnum valhnappa eftir tegund drykkjar til að
stilla styrk, magn kaffis, mjólkur eða froðu, hitastig, bragð og röð mjólkurdrykkja að vild.
� Þú getur vistað þessar stillingar á þinn prófíl með því að velja „ +" táknið á skjánum og
staðfesta með því að ýta á „ " táknið eða ýta á „ " táknið til að búa til persónulegan
drykk.
2.
Gerð prófíls:
� Ýttu á táknið „ ".
� Veldu Bæta við prófíl.
� Sláðu inn nafn fyrir nýja prófílinn og smelltu á Bæta við.
� Veldu nýja prófílinn.
� Bættu drykkjum við prófílinn með því að velja Bæta við drykk.
ATHUGIÐ: Í módeli 5KES8556 er hægt að gera 4 notandaprófíla en ekki er hægt að sérstilla
notandanafn. Í módeli 5KES8557 er hægt að gera 4 notandaprófíla og hægt er að sérstilla
notandanafn. Í módeli 5KES8558 er hægt að gera 6 notandaprófíla og hægt er að sérstilla
notandanafn.
UMHIRÐA OG HREINSUN
Þrífðu sjálfvirku espressóvélina og fylgihluti hennar reglulega fyrir sem bestar niðurstöður.
MIKILVÆGT: Láttu tækið kólna alveg áður en hlutir eru settir á eða teknir af og áður en tækið
er þrifið.
ATHUGIÐ: Ekki nota rispandi hreinsiefni eða stálull til að þrífa sjálfvirku espressóvélina, hluta
hennar eða fylgihluti. Ekki setja sjálfvirku espressóvélina eða rafmagnssnúruna á kaf í vatn
eða annan vökva. Ekki má setja dreypibakkann, baunaskammtarann, lokið, vatnstankinn,
kaffilögunarhólfið, þjónustulokið, skammtarann og lok mjólkurtanksins í uppþvottavél og þau
þarf að þvo í höndunum og skola vandlega.
ATHUGIÐ: Hægt er að velja og ræsa öll þrifa- og viðhaldsferli í viðhaldsvalmyndinni. Ef
skilaboð eða leiðbeiningar um þrif eða viðhald birtast á skjánum er hægt að byrja beint á ferlinu
í gegnum skilaboðin/leiðbeiningarnar.
ESPRESSÓVÉLIN ÞRIFIN
Hægt er að velja öll þrifa- og viðhaldsforrit og ræsa þau í valmyndinni fyrir þrif „ ". Ef skilaboð
um þrif eða viðhald birtast á skjánum er líka hægt að kveikja strax á því forriti í skilaboðunum.
1.
Veldu og staðfestu skilaboðin eða veldu valmyndina „ ". Veldu þrifa- eða viðhaldsforritið
sem þú vilt nota og kveiktu á því.
2.
Vélin setur þrifa- eða viðhaldsferlið af stað og sýnir leiðbeiningar um viðbótaraðgerðir.
Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum þar til ferlinu er lokið.
FREYÐIRINN ÞRIFINN: AUÐVELD MJÓLKURHREINSUN
Þegar búið er að gera mjólkurdrykki leiðbeinir skjárinn þér um að hreinsa freyðinn. Þetta ætti
að gera eins fljótt og hægt er eða í síðasta lagi áður en slökkt er á vélinni.
1.
Veldu og staðfestu leiðbeiningarnar, eða í valmyndinni „ " skaltu velja valkostinn
„Auðveld mjólkurhreinsun".
139