Hallde RG-400 Instrucciones De Uso página 39

Ocultar thumbs Ver también para RG-400:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 20
4-PÍPU MATARINN
Er notaður til að skera langar vörur eins og
gúrkur í sneiðar, sjá mynd.
SAMSETNING OG LOSUN
MATARAHÓLKURINN
Fellið niður læsihandfangið við samsetningu.
Rennið matarahólkinum inn í hjarafestingu á
vélinni og leggið hann niður á vélina.
Lyftið upp læsihandfanginu.
Fjarlægið fyrst matarana við losun.
Fellið niður læsihandfangið.
Dragið matarahólkinn úr hjarafestingum
vélarinnar.
4-PÍPU MATARINN
Ýtið á stöðvunarhnappinn.
Við uppsetningu, útbúið matarahólkinn að
innanverðu með þremur hnífum.
Setjið 4-pípu matarann í matarahólkinn og
öxulinn í matarahólksrörið.
Þrýstið niður 4-pípu mataranum og snúið
læsihnappnum rangsælis.
Við losun er læsihnappnum snúið réttsælis og
4-pípu matarinn fjarlægður.
HANDSTÝRÐUR ÞRÝSTIMATARI
Ýtið á stöðvunarhnappinn.
Við uppsetningu, útbúið matarahólkinn að
innanverðu með þremur hnífum.
Færið handfangið alla leið upp.
Setjið handstýrða þrýstimatarann inn í mata-
rahólksrörið.
Þrýstið niður handstýrða þrýstimataranum og
snúið honum rangsælis.
Við losun er öryggishælnum þrýst niður og
handstýrða þrýstimataranum snúið út réttsælis
til að losa hann.
LOFTKNÚNI MATARINN
Ýtið á stöðvunarhnappinn.
Við uppsetningu, útbúið matarahólkinn að
innanverðu með þremur hnífum.
Setjið loftknúna þrýstimatarann inn í matara-
hólksrörið.
Þrýstið niður loftknúna þrýstimataranum og
snúið honum rangsælis.
Þrýstið festingu þrýstislöngunnar á stútinn á
loftknúna þrýstimataranum.
Stillið hraðastilli vélarinnar og loftknúna mata-
rans þannig að hann henti því skurðarverkfæri
sem notað er, eins og tilgreint er í leiðbeiningum
undir HRAÐASTILLINGAR.
Setjið loftþjöppuna í gang og stillið hana á 5,5
bar. Meðhöndlið loftþjöppuna í samræmi við
leiðbeiningar framleiðanda.
Kannið loftþrýstinginn á þrýstingsmælinum.
Ákjósanlegur loftþrýstingur er um 5,5 bar en
HALLDE • User Instructions
þrýstingsþörfin getur verið mismunandi. Ef
þrýstimælir sýnir annan loftþrýsting ber að
draga stillinn upp á við og snúa honum þar til
mælirinn sýnir u.þ.b. 5,5 bar, og þrýsta stillinum
svo niður.
Við losun, stöðvið loftþjöppuna og losið síðan
þrýstislönguna af stútnum á mataranum.
Þrýstið niður öryggishælnum og snúið mata-
ranum fram réttsælis og lyftið honum af.
MATARAHÓLKURINN FYRIR
SJÁLFMATARA
Fellið niður læsihandfangið við samsetningu.
Rennið matarahólkinum inn í hjarafestingu á
vélinni og leggið hann niður á vélina.
Lyftið upp læsihandfanginu.
Fjarlægið fyrst matarana við losun.
Fellið niður læsihandfangið.
Dragið matarahólkinn úr hjarafestingum
vélarinnar.
SJÁLFMATARINN
Ýtið á stöðvunarhnappinn.
Við uppsetningu, útbúið matarahólkinn að
innanverðu með tveimur stýringum.
Setjið sjálfmatarann í miðjan matarahólkinn,
og öxulinn í matarahólksrörið.
Þrýstið niður sjálfmataranum og snúið
læsihnappnum rangsælis.
Við losun er læsihnappnum snúið réttsælis og
sjálfmatarinn fjarlægður.
SKURÐARVERKFÆRUNUM
KOMIÐ FYRIR
Þegar handstýrði eða loftknúni matarinn er
notaður, tryggið að þrýstiplatan sé í efri stöðu
og snúið mataranum út til vinstri. Ef sjálfmata-
rinn eða 4-pípu matarinn er notaður skal lyfta
öxlinum upp úr festingu hans aftan á vélinni.
Fellið niður læsihandfangið og hallið mata-
ranum aftur.
Setjið frárásarskífuna á öxulinn, snúið henni og
þrýstið henni niður svo hún festist á sínum stað.
Setjið valið skurðarverkfæri á öxulinn og snúið
því þar til það festist á sínum stað.
Skorið í teninga: komið teningagrind fyrir
þannig að egg hnífanna vísi upp, og skoran á
hlið teningagrindarinnar passi inn í stilligrópina
á vélinni. Setjið svo skurðarskífuna á öxulinn
þannig að hún festist á sínum stað.
Festið hræritækið þegar sjálfmatarinn er
notaður, lásboltann þegar 4-pípu matarinn
er notaður, eða kjarnahreinsibúnaðinn þegar
handstýrði eða loftknúni matarinn er notaður,
með því að snúa þeim rangsælis með skrúflykli
á miðjuöxulinn á skurðarverkfærinu.
SKURÐARVERKFÆRI
FJARLÆGÐ
Losið hræritækið, kjarnahreinsibúnaðinn
eða lásboltann með því að snúa réttsælis
með skrúflykli, og fjarægið skurðarverkfærið/
skurðarverkfærin og frárásarskífuna.
HRAÐASTILLINGAR
Almennt er hraðastillir vélarinnar settur í stöðu
„2" við allan skurð, að undanteknum tenings-
skurði, þá á hraðastillir að vera í stöðu „1".
Þegar loftknúni matarinn er notaður eru
hraðastillar vélarinar og matarans stilltir skv.
eftirfarandi töflu.
LM= Loftknúinn matari.
V=Vél
SKURÐARSKÍFA
0,5-1,5 mm: .......................LM = 1. V = 2.
2-3 mm: .............................LM = 2. V = 2.
4-7 mm: .............................LM = 3. V = 2.
8-14 mm: ...........................LM = 3. V = 1.
15-20 mm: .........................LM = 3. V = 1.
GÁRUSKURÐARSKÍFA
2-3 mm: .............................LM =2. V=2.
4-6 mm: .............................LM = 3. V = 2.
STRIMLARI
2x2-3x3 mm: ......................LM = 2. V = 2.
2x6 mm: .............................LM =2. V = 2.
4x4-6x6 mm: ......................LM = 3. V = 2.
8x8-10x10 mm: ..................LM = 3. V = 1.
RIFSKURÐARSKÍFA
1,5 mm:...............................LM = 1. V = 2.
2-6 mm: ..............................LM = 2. V = 2.
8-10 mm: ............................LM = 3. V = 1.
FÍNSKURÐARSKÍFA:
............................................LM = 1. V = 2.
FÍNRIFSKURÐARSKÍFA:
............................................LM = 1. V = 2.
OSTSKURÐARSKÍFA:
............................................LM = 1. V = 2.
TENINGSSKURÐARSKÍFA
12,5 mm: ............................LM = 1. V = 2.
TENINGSSKÍFA:
6x6-25x25: .........................LM:1 V=2
TENINGSSKÍFA FYRIR MJÚKAN SKURÐ:
8x8-15x15 mm: ..................LM=1. V=2
KARTÖFLUFLÖGUR/FRANSKAR:
10 mm: ...............................LM=1 V=2
39

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido