Notkunarleiðbeiningar - Íslenska (Icelandic) - Elos Torque Wrench & Driver Instrucciones De Uso

Ocultar thumbs Ver también para Torque Wrench & Driver:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 39
Notkunarleiðbeiningar - Íslenska (Icelandic)
Elos Torque Wrench & Driver
1
Fyrirhuguð notkun
Torque Wrench og Driver er hægt að nota með ólíkum verkfærum til að ná fram
hersluátaki til að herða/losa/fjarlægja skrúfu og/eða ígræði í skurðaðgerð.
2
Vörulýsing
Torque Wrench (handfang, haus og Driver) er úr léttu títaníum og ryðfríu stáli.
Vöruhönnun Torque Wrench, frágangur og gæði gera þetta verkfæri hentugt
þegar koma þarf fyrir eða stilla ígræði, stuðningsfestingar (e. abutment) og
skrúfur í skurðaðgerðum og öðrum lækningaaðgerðum. Auðvelt er að undirbúa
Torque Wrench fyrir hreinsun, sótthreinsun og dauðhreinsun.
Verkfærið er hægt að nota með ólíkum ígræðikerfum, bæði vegna eiginleika
Driver og vegna þess að hægt er að skipta um skrúfjárn.
3
Notkun
Torque Wrench er ekki sótthreinsaður fyrir afhendingu. Fyrir notkun verður að
þvo hann með vatni og bursta og síðan sótthreinsa hann í samræmi við liði 5 og
6. Lýsing á notkun Torque Wrench og Driver er hér að neðan.
1.
Eftir hreinsun skal gengið úr skugga um að fyrsta línan á kvarðanum á
stöng Torque Wrench passi við örina (sjá mynd 1.A).
2.
Festið hausinn á handfang Torque Wrench með því að þrýsta íhlutunum
saman og snúa þeim í gagnstæða átt þar til smellur heyrist (sjá mynd 2).
3.
Örin á haus Torque Wrench sýnir virkniátt Torque Wrench og á hausnum
eru merkingarnar „IN" (sjá mynd 3.A) og „OUT" (sjá mynd 3.B).
„IN" stendur fyrir réttsælis snúning, „OUT" stendur fyrir rangsælis snúning.
Til að skipta um átt er Torque Wrench snúið við (sjá mynd 3) og Driver ýtt
inn í haus Torque Wrench þar til smellur heyrist (sjá mynd 4).
4.
Setjið verkfærið inn í Driver.
5.
Setjið verkfærið í ígræðið/skrúfuna og snúið stöng Torque Wrench í þá átt
sem örin sýnir þar til réttu hersluátaki er náð (sjá mynd 6). Hersluátakið
verður að vera í samræmi við leiðbeiningar frá framleiðanda
skrúfunnar/ígræðisins.
6.
Eftir hverja notkun skal hreinsa og dauðhreinsa Torque Wrench og Driver í
samræmi við liði 5 og 6.
4
Varnaðarorð og varúðarreglur
Eftirfarandi aðstæður geta haft neikvæð áhrif á vöruna – listinn er ekki tæmandi.
Rétt staðsetning og notkun á þessu verkfæri getur dregið úr áhættu á slíkum
tilvikum.
Of mikið álag eða varan fellur í gólf
Ef varan er beitt of miklu álagi, hún fellur í gólf eða lendir í annars konar slæmri
meðferð verður að taka hana úr notkun þar sem ekki er lengur hægt að tryggja
rétta virkni hennar.
Ekki skal nota vetnisperoxíð
Þessa vöru verður að dauðhreinsa fyrir notkun og það má ekki gera með
vetnisperoxíði.
Samstilling kvarða
Ekki þarf að kvarða Torque Wrench, en fyrir hverja notkun skal gengið úr skugga
um að Torque Wrench virki sem skyldi og að fyrsta línan á kvarðanum passi við
örina (sjá mynd 1.A).
Tryggið rétta samsetningu
Fyrir hverja notkun skal gengið úr skugga um að allir hlutar séu rétt settir saman
(engir hlutar mega vera lausir).
Elos Medtech Pinol A/S
Engvej 33
DK - 3330 Gørløse
www.elosmedtech.com
Electronic IFU can be accessed at http://elosmedtech.com/IFU/
Document ID: DEV-00275 version 4.0
Ekki skal fara yfir hámark kvarðans
Stöng Torque Wrench má ekki fara fram yfir endann á kvarðanum (sjá mynd 6.B)
þar sem slík meðferð gæti valdið varanlegri aflögun á handfangi Torque Wrench
og þar með gert síðari aflestur á hersluátaki ónákvæman (sjá mynd 1.B).
Kvarði er ekki marktækur þegar tækið er notað sem skrall
Ef Torque Wrench er notaður sem skrall er EKKI hægt að treysta á kvarða fyrir
hersluátak.
Athugið: Notað hersluátak má ekki vera meira en 150 Ncm þegar Torque Wrench
er notaður sem skrall.
Farið eftir tilmælum frá framleiðanda skrúfu/skrúfjárns/Driver/ígræðis
Athugið notkunarleiðbeiningar eða merkingar frá framleiðanda
skrúfu/skrúfjárns/Driver/ígræðis hvað varðar mesta leyfilega hersluátak. Ekki skal
undir neinum kringumstæðum nota meira hersluátak en gefið er upp, jafnvel þó
verið sé að nota Torque Wrench sem skrall (án þess að nota stöng Torque
Wrench).
Hreinsun – ekki skal nota málmbursta eða stálull
Ekki skal nota málmbursta eða stálull til að hreinsa Torque Wrench eða Driver
þar sem það mun valda skemmdum á verkfærinu.
Notist aðeins af fagaðilum
Eingöngu fagaðilum er heimilt að nota Torque Wrench.
5
Þrif og sótthreinsun
Mælt er með eftirfarandi aðferð við þrif og sótthreinsun:
1.
Handfang og haus Torque Wrench eru samsett við afhendingu. Til að
fjarlægja hausinn af handfangi Torque Wrench skal ýta á rauf á milli
hauss/handfangs og toga hlutana varlega í sundur.
Ef Driver er í haus Torque Wrench verður að fjarlægja Driver áður en haus
og handfang Torque Wrench er tekið í sundur.
Ýtið á Driver til að fjarlægja hann úr haus Torque Wrench (sjá mynd 5).
2.
Nú er hægt að hreinsa þrjá aðskildu hlutana með vatni og bursta og
dauðhreinsa þá í samræmi við lið 6.
6
Dauðhreinsun
Torque Wrench og Driver eru ekki sótthreinsaðir fyrir afhendingu. Mælt er með
dauðhreinsun með gufusæfingu með 2 atm. þrýstingi í 15 mín. við 121 °C eða
með 3 atm. þrýstingi í 3 mín. við 134 °C, í samræmi við EN ISO 17665-1:2006.
Varúð: EKKI MÁ gufusæfa meðfylgjandi umbúðir nema sérstaklega sé tekið fram
að umbúðaefnið henti fyrir gufusæfingu.
7
Frekari upplýsingar
Hafið samband við sölufulltrúa á staðnum til að fá frekari upplýsingar um notkun
á Torque Wrench og Driver.
8
Gildi
Útgáfa þessara notkunarleiðbeininga leysir allar fyrri útgáfur af hólmi.
9
Geymsla og meðhöndlun
Geyma skal Torque Wrench og Driver við stofuhita. Geymið við 10–40 °C (50–
104 °F).
10
Förgun
Farga skal Torque Wrench og Driver sem líffræðilega hættulegum úrgangi.
Varúð: Bandarísk alríkislög takmarka sölu og pöntun á þessum búnaði við
löggilta tannlækna eða lækna.
23 / 42

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Productos relacionados para Elos Torque Wrench & Driver

Tabla de contenido