3M Peltor HTM79 Serie Manual Del Usario página 34

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 19
IS
3M™ Peltor™ LISTEN ONLY HEYRNARTÓL (aðeins hlustunar)
Heyrnarhlífar með snúrutengi og heyrnartólum.
Lestu leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun og geymdu til þess að geta leitað í þær síðar.
1. ÍHLUTAR (Mynd A og B)
A:1 Höfuðspöng, HTM79A-* (PVC)
B:1 Samanbrjótanleg höfuðspöng HTM79F-* (ryðfrítt stál, PVC eða leður)
B:2 Hálsspöng HTM79B-* (ryðfrítt stál, pólýólefín)
B:3 Hjálmfesting HTM79P3E-* (ryðfrítt stál, POM)
A:2 Höfuðspangarvír (ryðfrítt stál)
A:3 Tveggja punkta festing (POM)
A:4 Eyrnapúði (PVC þynna, PUR-frauð)
A:5 Skál
A:6 Tengisnúra (PUR)
2. AÐ SETJA UPP OG STILLA
Athugasemd! Ýta þarf hárinu kringum eyrun frá svo eyrnapúðarnir falli þétt að.
Gleraugnaspangir ættu að vera eins mjóar og mögulegt er og falla þétt að höfðinu til að lágmarka hljóðleka.
2:1 Höfuðspöng og samanbrjótanleg höfuðspöng
(C:1) Dragðu skálarnar út og hallaðu efri hlutanum út því tengisnúran verður að vera utan við höfuðspöngina.
(C:2) Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða niður á meðan höfuðspönginni er haldið kyrri.
(C:3) Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2:2 Hálsspöng
(D:1) Settu skálarnar á sinn stað yfir eyrunum.
(D:2) Haltu heyrnartólunum á sínum stað, komdu höfuðbandinu fyrir efst á höfðinu og smelltu því í rétta stöðu.
(D:3) Höfuðbandið ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2:3 Hjálmfesting
(E:1) Komdu hjálmfestingunum fyrir í festiraufunum á hjálminum og smelltu þeim á sinn stað.
(E:2) Vinnustaða. Þegar stilla á heyrnartólin úr loftræstistöðu í vinnustöðu er höfuðspangarvírunum þrýst inn á við þar til
smellur heyrist báðum megin. Gættu þess að skálar og höfuðspangarvírar þrýsti ekki á hjálmbrúnina í vinnustöðu því það
getur valdið hljóðleka.
(E:3) Loftræstistaða. Forðastu að leggja skálarnar að hjálminum því það hindrar loftræstingu (E:4).
2:4 Að skipta út Z3E festiplötu hjálms fyrir annað hvort Z3G eða Z3K.
Til verksins þarf skrúfjárn.
1. Losaðu skrúfuna sem heldur Z3E-plötunni.
2. Skiptu plötunni út fyrir annað hvort Z3G eða Z3K
ATHUGASEMD. Gættu þess að platan snúi rétt.
3. Hertu skrúfuna.
3. MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL NOTENDA
Mælt er með því að notandi gangi úr skugga um að:
• Heyrnarhlífarnar séu settar upp, stilltar og þeim haldið við í samræmi við leiðbeiningar þessar.
• Heyrnarhlífarnar séu alltaf notaðar í hávaðasömu umhverfi.
• Skoðað sé reglubundið hvort heyrnarhlífarnar nýtist eins og til er ætlast.
Viðvörun!
Sé ekki farið eftir ofangreindum tilmælum, skerðir það mjög verndareiginleika heyrnarhlífanna.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vörunni. Nánari upplýsingar fást hjá framleiðanda.
• Heyrnarhlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í leit
að sprungum og öðrum göllum.
• Séu hreinlætishlífar settar á eyrnapúðana, getur það rýrt hljóðeinangrunarhæfni þeirra.
34

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido