ÍSLENSKA
Öryggisupplýsingar
Áður en tækið er notað skal lesa
upplýsingar um öryggi. Geymið þær til að
geta leitað í þær síðar meir.
Ávallt skal fylgja öryggisleiðbeiningunum
sem er að finna í þessum leiðbeiningum
og á tækinu sjálfu. Framleiðandinn
afsalar sér allri ábyrgð vegna vanrækslu
á eftirfylgni leiðbeininganna, rangrar
notkunar tækisins eða rangrar stillingar á
stjórnhnöppum þess.
VARÚÐARRÁÐSTAFANIR
Ungabörn skulu ekki koma nærri
helluborðinu (0-3 ára). Ungum börnum
(3-8 ára) ætti að halda frá tækinu nema
stöðugt sé fylgst með þeim.
Börn sem eru 8 ára eða eldri og
einstaklingar með minnkaða líkamlega,
skynjunarlega eða andlega getu eða
skort á reynslu og þekkingu meiga bara
nota þetta tæki ef þeir eru undir eftirliti
eða hafa fengið leiðbeiningar um örugga
notkun og skilja hætturnar sem eru til
staðar. Börn meiga ekki leika sér að
tækinu. Börn meiga ekki framkvæma
hreinsun og notendaviðhald án eftirlits.
VIÐVÖRUN: Tækið og aðgengilegir
hlutar þess hitna við notkun. Gætið þess
að snerta ekki heita hluta þess. Börn undir
8 ára aldri skulu ekki koma nærri tækinu
nema undir stöðugu eftirliti fullorðinna.
Snertið ekki ofninn á meðan
hitasundrunarferlið er í gangi
(sjálfhreinsun) - hætta á brunasárum.
Haldið börnum og dýrum fjarri á meðan
hitasundrunarferlinu stendur og eftir það
(þar til herbergið hefur verið loftræst að
fullu). Fjarlægja þarf úr holrúmi ofnsins
það sem sullast hefur niður, sérstaklega
fitu og olíu, áður en hitasundrunarferlið
er hafið. Skiljið ekki eftir neina
aukahluti eða efni í ofninum á meðan
hitasundrunarferlið er í gangi.
Ef ofninn er settur upp undir helluborði,
vertu þá viss um að slökkt sé á öllum
brennurum og rafmagnshellum á meðan
hitasundrunarferlið er í gangi. - hætta á
brunasárum.
Skiljið tækið aldrei eftir eftirlitslaust á
meðan verið er að þurrka mat. Ef tækið
hentar til notkunar með hitastigsnema
skal eingöngu nota nema sem mælt er
með fyrur þennan ofn vegna eldhættu.
Haldið fötum eða öðrum brennanlegum
efnum fjarri tækinu þar til allir hlutar þess
hafa kólnað til fulls vegna eldhættu. Verið
ávallt á varðbergi þegar fitu- eða olíurík
matvæli eru elduð eða þegar áfengum
drykkjum er bætt við vegna eldhættu.
Notið ofnhanska til að fjarlægja ílát og
aukahluti úr ofninum. Þegar eldun er lokið,
opnið þá hurðina varlega, þannig að heitu
lofti eða gufu sé smám saman hleypt út
áður en holrúmið er nálgast - hætta á
brunasárum. Hyljið ekki loftop sem hleypa
heitu lofti úr ofninum framan á honum
vegna eldhættu.
Farið að með aðgát þegar ofnhurðin er
opin eða hálfopin til að forðast að rekast á
hana.
LEYFILEG NOTKUN
VARÚÐ: Tækið er ekki ætlað til notkunar
með ytri rofa, svo sem tímastilli, eða
aðgreindu fjarstýringarkerfi.
Þetta tæki er ætlað til notkunar á
heimilum og á álíka stöðum, s.s.: í eldhúsi
starfsfólks í verslunum, á skrifstofum
og öðrum vinnustöðum; á sveitabæjum;
af hálfu viðskiptavina á hótelum,
vegahótelum, gistiheimilum og öðrum
dvalarstöðum.
Engin önnur notkun er leyfileg (t.d. í
kyndiklefum).
Tækið er ekki til notkunar í
atvinnuiðnaði. Notið tækið ekki utandyra.
Geymið ekki sprengifim eða eldfim efni
(t.d. eldsneyti eða úðabrúsa) inni í eða
nærri tækinu vegna eldhættu.
UPPSETNING
Nauðsynlegt er að í það minnsta tveir
aðilar meðhöndli og setji tækið upp vegna
hættu á meiðslum. Notið hlífðarhanska
við að taka úr pakkningum og setja upp -
hætta á skurðum.
Uppsetning, þ.m.t. vatnsveitu (ef til
staðar), raftengingar og viðgerðir skal
eingöngu gera af þjálfuðum tæknimanni.
Gerið ekki við eða skiptið út neinum hluta
tækisins nema það sé sérstaklega tekið
fram í notendahandbókinni.
Haldið börnum frá uppsetningarstaðnum.
Þegar umbúðir hafa verið teknar utan
af tækinu skal ganga úr skugga um að
það hafi ekki skemmst við flutningana. Ef
vandamál koma upp skal hafa samband
40