ÍSLENSKA
Hné F20 án loftunar kemur í stað núverandi hnés með loftun í AirFit™ F20 grímunni og breytir
henni í grímubúnað án loftunar.
Ætluð not
Hné F20 án loftunar breytir AirFit F20 í grímu sem hleypir engu lofti inn en hnéð er notað til
að stýra loftflæði (með eða án aukasúrefnis) og er ætlað til notkunar með öndunaraðstoð með
virkum útblástursventli, til að veita sjúklingum öndunaraðstoð sem eru með öndunarbilun eða
í andnauð.
Hné F20 án loftunar (þegar það er notað með AirFit F20 grímunni) er:
• ætlað til notkunar fyrir sjúklinga yfir 30 kg að þyngd sem þurfa öndunaraðstoð án
lífsbjargandi öndunarvélar.
• ætlað fyrir endurtekna notkun eins sjúklings heima við og á sjúkrahúsi/stofnun.
ALMENNAR VIÐVARANIR
Sjá notendahandbók AirFit F20 varðandi fleiri viðvaranir í tengslum við notkun
grímunnar. Eftirfarandi viðvaranir tengjast notkun hnés F20 án loftunar.
•
Hné F20 án loftunar inniheldur ekki útblástursventil eða öryggisventil. Hné án
loftunar verður að nota með öndunarrásum eða PPV-tækjum sem búa yfir eigin
aðferð til að lofta út útrunnið eða aukaloft.
•
Hæfur aðili verur að hafa eftirlit með notkun grímunnar fyrir notendur sem geta ekki
fjarlægt grímuna sjálfir eða þegar hætta er á því að sjúklingurinn sýni ekki viðbrögð
við alvarlegri súrefnisþurrð eða koltvísýringsaukningu með örvun. Það gæti verið að
gríman henti ekki fyrir einstaklinga sem hættir til að svelgjast á.
•
Einungis skal nota grímuna með öndunaraðstoð sem læknir eða sérfræðingur í
öndunarmeðferð mælir með.
•
Ekki má vera með grímuna nema kveikt sé á búnaðinum fyrir öndunaraðstoð og hún
virki á réttan hátt.
•
Læknirinn þinn fær tækniforskrift fyrir grímuna til að athuga hvort hún sé samhæfð
við öndunaraðstoðina. Ef farið er út fyrir tækniforskrift grímunnar eða hún notuð
með ósamhæfðum tækjum, þá er gríman hugsanlega ekki þétt og þægileg,
hámarksárangur næst hugsanlega ekki, og leki, eða breytingar lekamagni, geta haft
áhrif á virkni öndunaraðstoðarinnar.
•
Sjónræn viðmið þegar vara er rannsökuð: Ef það er sýnilegt slit á íhlutum búnaðar
(sprungur, upplitun, rifur o.s.frv.) skal viðkomandi grímuíhlut fargað og skipt út.
Ath.: Öll alvarleg atvik sem koma upp í tengslum við þetta tæki skal tilkynna til ResMed og
lögbærs yfirvalds í landi þínu
Notkun hnésins
ResMed hefur litað hné F20 án loftunar blátt til að auðkenna það sem fylgibúnað án loftunar.
Hnéð er með hefðbundið 22 mm frammjótt kventengi fyrir ytri tengingu við öndunaraðstoðina.
Sjá tæknilýsingu notendahandbókar varðandi upplýsingar um leka úr grímu, dautt rými og
viðnám.
Samsetning
1. Ef hnéð með loftun er ennþá fest við grímuna skal klemma saman hliðarhnappana og toga
hnéð út úr fatningunni.
2. Festu hné F20 án loftunar við grímuna með því að ýta hnénu inn í fatninguna og tryggðu að
það smelli í og hnéð sé vandlega fest.
45