114
12. Áður en barnið er tekið úr iZi Transfer skaltu láta barnið á stöðugt
og slétt yfirborð.
13. Leggðu bæði handföng iZi Transfer til hliðar. (14)
14. Losaðu sylgjurnar og leggðu axlaólarnar og klofólina til hliðar.
(15, 16)
15. Taktu barnið úr iZi Transfer stólnum.
16. iZi Transfer er ekki gert til að sofa í og kemur ekki í stað
svefnpoka.
Fyrirmæli um umhirðu
• Þvoðu varlega
• Ekki nota klór
• Ekki nota þurrkara
• Ekki strauja
• Ekki þurrhreinsa
• Þurrkaðu á sléttum fleti
• Þvoðu með sams konar litum.
• BeSafe mælir með að nota taupoka um þvottinn.
! VIÐVÖRUN
• Fylgstu vel með barninu og tryggðu að munnur og nef séu óhulin
þegar burðarpokinn er notaður.
• Fyrir börn í lítilli fæðingarþyngd og börn með sjúkdómsástand skal
leita til starfsfólks í heilsugæslu áður en varan er notuð.
• Vertu vakandi fyrir hættum á heimili, t.d. hitagjöfum og þegar heitir
drykkir hellast niður.
• Hætta skal notkun burðarpokans ef það vantar hluta í hann eða
hann skemmdur.
• Gættu þess að barninu verði ekki of heitt þegar burðarpokinn er
notaður.
• Gættu þess að barninu verði ekki of kalt þegar burðarpokinn er
notaður.
• Geymdu leiðbeiningarnar. Þær geta komið sér vel síðar.
• Gakktu úr skugga um að allar sylgjur, smellur, ólar og stillingar séu
í lagi fyrir notkun.
• Gakktu úr skugga um að hvergi séu saumsprettur, trosnaðar ólar
eða efni eða skemmdar festingar fyrir notkun.
• Tryggðu að barnið sitji rétt í burðarpokanum og þar með talin
fótastaðan.
• Aldrei skal nota burðarpoka fyrir börn þegar skortir jafnvægi eða
hreyfanleika vegna þjálfunar, syfju eða sjúkdómsástands.
• Notaðu aldrei burðarpoka fyrir börn þegar verið er við athafnir svo
sem eldamennsku og þrif sem hafa í för með sér hita og útsetningu
fyrir kemískum efnum.
• Haltu þessum burðarpoka frá börnum þegar hann er ekki í notkun.
! FALLHÆTTA
• Tryggðu ávallt að allar festingar séu öruggar fyrir notkun.
• Sérstaka aðgát þarf við að halla sér eða ganga.
! KÖFNUNARHÆTTA
• Gættu þess að barnið liggi ekki á brjóstkassanum því að það getur
hindrað öndun sem getur leitt til köfnunar.
• Láttu vera rými fyrir höfuðhreyfingar.
• Forðastu ávallt allar hindranir við andlit barnsins.
Ábyrgð
• Ef burðarpokinn reynist gallaður innan 2 ára frá því að hann
var keyptur vegna galla í efni eða framleiðslu, skal skila honum
þangað sem hann var keyptur.
• Ef lagfæra þarf stólinn sem þú leigir, hafðu þá samband við
barnabílstóla VÍS í síma 560-5365 eða komdu við á næstu
þjónustuskrifstofu VÍS. Ekki reyna að lagfæra stólinn upp á eigin
spýtur.
• Stól sem lent hefur í umferðarslysi skal skila strax til VÍS og fá
annan í staðinn
115