IS
5. VIÐHALD
5:1 Að skipta um eyrnapúða
(E:1) Settu fingur undir brún eyrnapúðans og kipptu honum beint út.
(E:2) Komdu fyrir nýjum frauð- og eyrnapúða.
(E:3) Þrýstu á þangað til hann smellur á sinn stað.
5:2 Hreinlæti
Fjarlægðu eyrnapúðana og hljóðdeyfipúðana (mynd E) ef þú hefur notað heyrnarhlí-
farnar um langa hríð eða ef raki hefur myndast inni í skálunum. Hreinsaðu skálarnar,
höfuðspöng og eyrnapúða reglubundið með sápu og heitu vatni. Gættu þess að tryggt
sé að sápan geti ekki valdið notandanum skaða. Láttu heyrnartólin þorna áður en þú no-
tar þau á ný. Það má nota sótthreinsiklúta án alkóhóls, t.d. 3M 504 Respirator Cleaning
Wipe, til þess að sótthreinsa eyrnapúða, skálar og höfuðspöng. Ekki setja heyrnarhlífar-
nar ofan í vatn! Hreinsaðu ekki tækið með leysandi vökva, t.d. alkóhóli eða asetóni, og
ekki heldur með handhreinsiefnum án vatns.
5:3 Notkun og geymsla
Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu. Geymdu heyrnartólin ekki við
meiri hita en +55ºC, (t.d. ofan á mælaborði í bíl eða í glugga) eða við lægri hita en
-40°C. Notaðu ekki heyrnartækin í meiri hita en +55°C eða undir -20°C.
5:4 Að vernda hljóðnema
Notaðu HYM1000 hljóðnemahlíf til þess að vernda talnemann gegn raka og óhreinin-
dum. Hvernig koma á hlífinni fyrir, sjá mynd F.
5:5 WEEE-táknið (raf- og rafeindabúnaður til förgunar)
Neðangreind krafa er í gildi innan Evrópubandalagsins.
EKKI farga vörunni í óflokkuðu sorpi bæjarfélagsins! Táknið sorptunna með krossi yfir þýðir
að öllum EEE-búnaði (raf- og rafeindabúnaði), rafhlöðum og rafgeymum, skuli fargað í
samræmi við reglur á hverjum stað með því að nýta sér móttöku- og afhendingarstöðvar þar.
6. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
6:1 Staðall og vottun
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að ComTac XPI uppfyllir allar grunnkröfur og önnur
viðeigandi ákvæði í PPE tilskipuninni 89/686/EEC, EMC tilskipuninni 2004/108/EC og
RoHS tilskipuninni 2011/65/EU. Þar af leiðandi uppfyllir tækið kröfur um CE-merkingu.
Hægt að afla sér yfirlýsingar um samræmi með því að hafa samband við 3M í því landi
þar sem tækið var keypt. Upplýsingar um tengiliði er að finna aftast í þessum notenda-
leiðbeiningum.
Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við EN 352-1:2002, EN 352-
4:2001+A1:2005, EN 352-6:2002, EN 55022:2010 +AC:2011 Class B, EN 55024:2010,
EN 61000-6-2:2005 +AC:2005, EN 61000-6-3:2007 +A1:2011 og EN 50581:2012.
Varan hefur verið skoðuð af:
FIOH, Finnsku vinnuverndarstofnuninni, Topeliuksenkatu 41a A, FI-00250 Helsinki,
Finnlandi. Vottunarstofnun nr. #0403.
DECTRON AB, Thörnblads väg 6, SE-386 90 Färjestaden, Svíþjóð.
6:2 Útskýring á töflum yfir hljóðdeyfingu (mynd G)
1. Gerðarheiti
2. Tíðni (Hz)
3. Meðalhljóðdeyfing (dB)
4. Staðalfrávik (dB)
5. Ætlað verndargildi, APV
6. Þyngd (g)
53