IS
5:4 Að vernda hljóðnema
Notaðu HYM1000 hljóðnemahlíf til þess að vernda talnemann
gegn raka og óhreinindum. Hvernig koma á hlífinni fyrir, sjá
mynd F.
5:5 WEEE-táknið (raf- og rafeindabúnaður til förgunar)
Neðangreind krafa er í gildi innan Evrópubandalagsins.
EKKI farga vörunni í óflokkuðu sorpi bæjarfélagsins!
Táknið sorptunna með krossi yfir þýðir að öllum EEE-
búnaði (raf- og rafeindabúnaði), rafhlöðum og rafgeymum, skuli
fargað í samræmi við reglur á hverjum stað með því að nýta sér
móttöku- og afhendingarstöðvar þar.
6. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
6:1 Staðall og vottun
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að þessi 3M™ PELTOR™
ComTac XPI Headset heyrnartólin eru í samræmi við allar
grundvallarkröfur og önnur ákvæði sem skilgreind eru í
viðeigandi tilskipunum. Þar af leiðandi uppfyllir tækið kröfur um
CE-merkingu. Hægt er að fá send afrit af samræmisyfirlýsingu
og viðbótarupplýsingum sem krafist er í tilskipununum með
því að hafa samband við 3M í því landi sem varan var keypt.
Upplýsingar um tengiliði má finna aftast í þessum notendaleið-
beiningum. Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við
EN 352-1:2002, EN 352-4:2001, EN 352-6:2002.
Varan inniheldur bæði rafeinda- og rafmagnsbúnað og því má
ekki farga henni með venjulegu sorpi. Kynntu þér vinsamlegast
reglur á hverjum stað um förgun rafeinda- og rafmagnsbúnaðar.
Yfirlýsing vottunarstofnunar er gefin út af: FIOH, Finnish Institute
of Occupational Health (Finnsku vinnuverndarstofnuninni), Tope-
liuksenkatu 41a A, FI-00250 Helsinki, Finnlandi. Vottunarstofnun
nr. 0403.
6:2 Útskýring á töflum yfir hljóðdeyfingu (mynd G)
1. Gerðarheiti
2. Tíðni (Hz)
3. Meðalhljóðdeyfing (dB)
4. Staðalfrávik (dB)
5. Ætlað verndargildi, APV
6. Þyngd (g)
6:3 Útskýring á töflu um ílagsstyrk hátíðnihljóðs (tafla H)
1. Ílagsstyrkur merkis U (mV, RMS)
2. Meðal hljóðþrýstistig (dB(A))
3. Staðalfrávik hljóðþrýstings (dB)
4. Stig ílagsmerkis þar sem meðaltal plús eitt staðalfrávik
jafngildir 82 (dB(A))
6:4 Útskýringar á töflu um viðmiðunarstig (tafla I)
Viðmiðsstyrkur er styrkur hljóðþrýstings hávaðasams umhverfis í
dB(A) sem skilar virkum 85 dB(A) styrk í eyrað þótt heyrnarhlífar
séu í notkun. Viðmiðsstyrkir eru þrír og skilgreindir á grundvelli
tíðni hljóðsins.
H = viðmiðsstyrkur fyrir hátíðnihljóð.
M = viðmiðsstyrkur fyrir millihljóð.
L = viðmiðsstyrkur fyrir lágtíðnihljóð.
7. VARAHLUTIR/FYLGIHLUTIR
3M™ PELTOR™ HY68 SV Hreinlætisbúnaður
Útskiptanlegt hreinlætissett. Skiptu um a.m.k. tvisvar á ári til að
tryggja samfellda deyfingu, hreinlæti og þægindi.
3M™ PELTOR™ HY100A Einnota verndarhlífar
Einnota hlíf sem auðvelt er að koma fyrir á eyrnapúðana.
3M™ PELTOR™ HYM1000 Hljóðnemahlíf
Raka- og vindheldið límband sem verndar talnemann.
3M™ PELTOR™ M41/2 Vindhlíf fyrir hljóðnemana
Vindhlíf fyrir hljóðnemana.
3M™ PELTOR™ HY450/1 Höfuðpúði
Hentar þar sem samanbrjótanlegar höfuðspangir eru notaðar á
lítið eða meðalstórt höfuð.
Mikilvæg tilkynning
3M ber enga ábyrgð af neinu tagi, hvort beina né óbeina (þar
með talið, en ekki takmarkað við tap á hagnaði, viðskiptum og/
eða viðskiptavild) sem sprettur af því að treysta á einhverjar þær
upplýsingar sem hér eru gefnar af 3M. Notandinn ber ábyrgð á
því að meta hve vel vörurnar henta fyrir þá notkun sem áformuð
er. Ekkert í yfirlýsingu þessari skal metið svo að það útiloki eða
takmarki ábyrgð 3M vegna andláts eða líkamlegs tjóns sem
sprettur af því að hunsa hana.
37
IS