Tæknilegar Upplýsingar - 3M PELTOR ComTac XPI MT20H682FB Serie Manual Del Usuario

Ocultar thumbs Ver también para PELTOR ComTac XPI MT20H682FB Serie:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 20
IS
5:4 Að vernda hljóðnema
Notaðu HYM1000 hljóðnemahlíf til þess að vernda talnemann
gegn raka og óhreinindum. Hvernig koma á hlífinni fyrir, sjá
mynd F.
5:5 WEEE-táknið (raf- og rafeindabúnaður til förgunar)
Neðangreind krafa er í gildi innan Evrópubandalagsins.
EKKI farga vörunni í óflokkuðu sorpi bæjarfélagsins!
Táknið sorptunna með krossi yfir þýðir að öllum EEE-
búnaði (raf- og rafeindabúnaði), rafhlöðum og rafgeymum, skuli
fargað í samræmi við reglur á hverjum stað með því að nýta sér
móttöku- og afhendingarstöðvar þar.
6. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
6:1 Staðall og vottun
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að þessi 3M™ PELTOR™
ComTac XPI Headset heyrnartólin eru í samræmi við allar
grundvallarkröfur og önnur ákvæði sem skilgreind eru í
viðeigandi tilskipunum. Þar af leiðandi uppfyllir tækið kröfur um
CE-merkingu. Hægt er að fá send afrit af samræmisyfirlýsingu
og viðbótarupplýsingum sem krafist er í tilskipununum með
því að hafa samband við 3M í því landi sem varan var keypt.
Upplýsingar um tengiliði má finna aftast í þessum notendaleið-
beiningum. Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við
EN 352-1:2002, EN 352-4:2001, EN 352-6:2002.
Varan inniheldur bæði rafeinda- og rafmagnsbúnað og því má
ekki farga henni með venjulegu sorpi. Kynntu þér vinsamlegast
reglur á hverjum stað um förgun rafeinda- og rafmagnsbúnaðar.
Yfirlýsing vottunarstofnunar er gefin út af: FIOH, Finnish Institute
of Occupational Health (Finnsku vinnuverndarstofnuninni), Tope-
liuksenkatu 41a A, FI-00250 Helsinki, Finnlandi. Vottunarstofnun
nr. 0403.
6:2 Útskýring á töflum yfir hljóðdeyfingu (mynd G)
1. Gerðarheiti
2. Tíðni (Hz)
3. Meðalhljóðdeyfing (dB)
4. Staðalfrávik (dB)
5. Ætlað verndargildi, APV
6. Þyngd (g)
6:3 Útskýring á töflu um ílagsstyrk hátíðnihljóðs (tafla H)
1. Ílagsstyrkur merkis U (mV, RMS)
2. Meðal hljóðþrýstistig (dB(A))
3. Staðalfrávik hljóðþrýstings (dB)
4. Stig ílagsmerkis þar sem meðaltal plús eitt staðalfrávik
jafngildir 82 (dB(A))
6:4 Útskýringar á töflu um viðmiðunarstig (tafla I)
Viðmiðsstyrkur er styrkur hljóðþrýstings hávaðasams umhverfis í
dB(A) sem skilar virkum 85 dB(A) styrk í eyrað þótt heyrnarhlífar
séu í notkun. Viðmiðsstyrkir eru þrír og skilgreindir á grundvelli
tíðni hljóðsins.
H = viðmiðsstyrkur fyrir hátíðnihljóð.
M = viðmiðsstyrkur fyrir millihljóð.
L = viðmiðsstyrkur fyrir lágtíðnihljóð.
7. VARAHLUTIR/FYLGIHLUTIR
3M™ PELTOR™ HY68 SV Hreinlætisbúnaður
Útskiptanlegt hreinlætissett. Skiptu um a.m.k. tvisvar á ári til að
tryggja samfellda deyfingu, hreinlæti og þægindi.
3M™ PELTOR™ HY100A Einnota verndarhlífar
Einnota hlíf sem auðvelt er að koma fyrir á eyrnapúðana.
3M™ PELTOR™ HYM1000 Hljóðnemahlíf
Raka- og vindheldið límband sem verndar talnemann.
3M™ PELTOR™ M41/2 Vindhlíf fyrir hljóðnemana
Vindhlíf fyrir hljóðnemana.
3M™ PELTOR™ HY450/1 Höfuðpúði
Hentar þar sem samanbrjótanlegar höfuðspangir eru notaðar á
lítið eða meðalstórt höfuð.
Mikilvæg tilkynning
3M ber enga ábyrgð af neinu tagi, hvort beina né óbeina (þar
með talið, en ekki takmarkað við tap á hagnaði, viðskiptum og/
eða viðskiptavild) sem sprettur af því að treysta á einhverjar þær
upplýsingar sem hér eru gefnar af 3M. Notandinn ber ábyrgð á
því að meta hve vel vörurnar henta fyrir þá notkun sem áformuð
er. Ekkert í yfirlýsingu þessari skal metið svo að það útiloki eða
takmarki ábyrgð 3M vegna andláts eða líkamlegs tjóns sem
sprettur af því að hunsa hana.
37
IS

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

Peltor comtac xpi mt20h682bb serie

Tabla de contenido