3M MT73H7-4 Serie Manual De Instrucciones página 121

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 62
2:16 Automatic power off (Sjálfvirkt slökkt á tækinu)
Sjálfvirkt slökkt á tækinu er sá tími sem líður áður en tækið
slekkur á sér sjálft ef engin virkni er til staðar (þrýst á hnappa
eða VOX-virkjun).
Áður en heyrnartólin slökkva á sér heyrast raddskilaboð og
viðvörunartíst. Varað er við í 10 sekúndur og svo slekkur tækið á
sér. Þrýstu á hvaða hnapp sem er til að stöðva að sjálfkrafa sé
slökkt á tækinu.
(„OFF" (AF), „30 min", „60 min", „2 h", „4 h", „8 h")
Sjálfgildi: 4 klst.
2:17 Microphone input (Innstunga hljóðnema)
Tækið er afhent og kvarðað til notkunar með dýnamískum
hljóðnema (MT73) sem staðalbúnaði. Það er hins vegar hægt
að stilla mögnunina hér. Það er líka hægt að slökkva á
hljóðnemanum og nota heyrnartólin eingöngu til hlustunar.
Raddskilaboð staðfesta allar breytingar.
(„OFF" (AF), „Low" (Lágt), „Medium" (Miðlungs), „High" (Hátt))
Sjálfgildi: Miðlungs
2:18 Stilling fyrir næmi ytri innstungu
Stilling fyrir hljóðmerki inn frá búnaði sem tengdur er við ytri
innstungu. Raddskilaboð staðfesta allar breytingar.
(„OFF" (AF), „Low" (Lágt), „Medium" (Miðlungs), „High" (Hátt))
Sjálfgildi: AF
2:19 Bluetooth
streaming (Bluetooth
®
Virkja eða afvirkja streymi.
Sjálfgildi: Virkja
2:20 Bluetooth
phone (Bluetooth
®
Virkja eða afvirkja handfrjálsa virkni.
Sjálfgildi: Virkja
2:21 Bluetooth
Multipoint
®
Virkja eða afvirkja Multipoint (fjölpunktsvirknina).
Sjálfgildi: Virkja
2:22 Reset to factory default (Endursetja
verksmiðjustillingu) (11. mynd)
Haltu plúshnappnum niðri í tvær sekúndur til þess að
staðfesta endursetningu verksmiðjustillingar. Raddskilaboðin
„power off" (slökkt á tækinu) staðfesta það.
3. HREINSUN OG VIÐHALD
Notaðu klút vættan í sápu og heitu vatni til þess að hreinsa
ytri skálar, höfuðspöng og eyrnapúða.
ATHUGASEMD: EKKI setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn.
Ef heyrnarhlífarnar blotna í rigningu eða af svita, skaltu snúa
eyrnahlífunum út, fjarlægja eyrnapúða og frauðfóður og láta
allt þorna áður en þær eru settar saman á ný. Eyrnapúðar og
frauðfóður getur skemmst við notkun og leita ætti reglubundið
að sprungum í þeim og öðrum skemmdum. 3M mælir með því
að skipt sé um frauðfóður og eyrnapúða að minnsta kosti
tvisvar á ári við reglubundna notkun til þess að tryggja
áreiðanlega hljóðdeyfingu, hreinlæti og þægindi. Skemmist
streymi)
®
sími)
®
eyrnapúði, ber að skipta um hann. Sjá kafla um varahluti hér
að neðan.
3:1 Að fjarlægja eyrnapúða og skipta um þá
D:1 Settu fingur undir innri brún eyrnapúðans og kipptu
honum ákveðið beint út til þess að fjarlægja hann.
D:2 Fjarlægðu frauðfóður sem fyrir er og settu nýtt í staðinn.
D:3 Komdu annarri hlið eyrnapúðans fyrir í grópinni á
eyrnaskálinni og þrýstu svo hinum megin á þar til eyrnapúðinn
smellur á sinn stað.
3:2 Notkun og geymsla
Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu.
Geymdu heyrnarhlífarnar ekki við meiri hita en 55°C (131°F),
(t.d. ofan á mælaborði í bíl eða í glugga) eða við lægri hita en
-20°C (-4°F). Notaðu ekki heyrnartækin í meiri hita en 55°C
(131°F) eða undir -20°C (-4°F).
3:3 Varahlutir og fylgihlutir
3M™ PELTOR™ HY83 Hreinlætisbúnaður
Hreinlætisbúnaður til að skipta um, tveir deyfipúðar, tveir
frauðhringir og tveir ásmelltir þéttihringir.
3M™ PELTOR™ HY80A Gelhreinlætisbúnaður
Ofurmjúkt frauð sem eykur þægindin. Háhitaþolið lím fyrir
heitt og kröfuhart umhverfi.
Hreinlætisbúnaður til að skipta um, tveir deyfipúðar, tveir
gelhringir og tveir ásmelltir þéttihringir. Skiptu um a.m.k.
tvisvar á ári til að tryggja samfellda deyfingu, hreinlæti og
þægindi.
3M™ PELTOR™ HY100A Einnota hlífar
Einnota hlíf sem auðvelt er að setja á eyrnapúðana. 100 pör
í pakka.
3M™ PELTOR™ HYM1000 Hljóðnemahlíf
Raka- og vindhelt hreinlætislímband sem verndar talnemann
og lengir endingartíma hans um leið. Pakki með 4,5 metra
lengju (14,78 fet) dugar í um það bil 50 skipti.
3M™ PELTOR™ MT73/1 Dýnamískur hljóðnemi
Vatnstefjandi dýnamískur bómuhljóðnemi með
vindgnauðsvörn. Staðalbúnaður með vörunni.
3M™ PELTOR™ MT90-02 Hálshljóðnemi
Dýnamískur hálshljóðnemi (laryngophone).
3M™ PELTOR™ M171/2 Vindhlíf fyrir styrkstýrða
hljóðnema
Virkar vel gegn vindgnauði, eykur endingu hljóðnemans og
hlífir honum. Ein hlíf í pakka.
3M™ PELTOR™ ACK081 Rafhlaða
Staðalbúnaður með vörunni.
IS
110

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido