Anleitung_SE_2600_F_SPK7:_
IS
5. Fyrir notkun
5.1 Samsetning
Setjið standfót, hjól og haldfang á tækið eins og
lýst er á myndum 6-9.
Setjið tækið saman að fullu áður en að eldsneyti
og olía er fyllt á það til þess að koma í veg fyrir að
þessi efni sullist niður.
Til að setja hjólin á tækið verður að renna
hjólaöxlinum í gegnum festingarnar á neðri hlið
rafstöðvarinnar of festið þvínæst hjólin á öxulinn
eins og lýst er á mynd 7. Athugið við samsetningu
hjólanna að sú hlið hjólanna með meira
útstandandi öxulgat snúi að tækinu því annars
snerta hólin tækisgrindina.
5.2 Rafmagnsöryggi:
Rafmagnsleiðslur og tæki sem tengd eru við þetta
tæki verða að vera í fullkomnu ásigkomulagi.
Einungis má tengja tæki við þetta tæki sem eiga
að vera notuð við sama straum og sömu spennu
og þetta tæki skaffar.
Tengið aldrei rafstöðina við aðra straumrás
(innstungu).
Rafmagnsleiðslur og framlengingarleiðslur eiga
að vera eins stuttar og kostur er á.
5.3 Umhverfisvernd
Fargið skítugum varahlutum, eldsneyti og
þessháttar í þar til gert sorp
Umbúðaefni, málm og platefni á að skila til
endurvinnslu.
5.4 Jarðtenging
Til að leiða í burtu stöðuhleðslu er nauðsinlegt að
jarðtengja tækið. Til þess verður að tengja einn enda
jarðtengingar við jarðtengingu tækisins (mynd 3 /
staða 4) og hinn endann við utanaðkomandi jörð
(pinnajarðtengingu).
6. Notkun
Varúð! Fyrir notkun verður að vera búið að fylla á
mótorolíu (u.þ.b. 0,6l) og eldsneyti.
Athugið eldsneytisfyllingu, fyllið á ef þörf er á
Athugið að það lofti nægilega vel um tækið
Gangið úr skugga um að kveikiþráðurinn sé vel
festur á kveikikertið
Athugið svæðið vel sem að rafstöðin stendur á og
í kringum hana
Aftengið tæki sem tengd eru við rafstöðina
88
10.01.2012
15:34 Uhr
Seite 88
6.1 Mótor gangsettur
Opnið eldsneytiskranann (13); snúið krananum
niðurávið
Stillið höfuðrofann (10) á stillinguna "ON"
Setjið innsogið (11) í stellinguna I Ø I
Gangsetjið mótorinn með gangsetjaranum (12);
togið kröftuglega í haldfangið. Ef að mótorinn fer
ekki strax í gang, reynið þá aftur
Þegar að mótorinn er kominn í gang, rennið þá
innsoginu (11) í upprunalega stöðu.
Varúð!
Þegar að mótor er gangsettur með gangsetjara getur
myndast bakslag sem orsakast af bakslagi í
mótornum sem leitt getur til meiðsla á hönd. Notið því
hlífðarvettlinga.
6.2 Álag sett á rafstöðina
Tengið tæki við 230 V~innstungurnar (3) á
rafstöðinni
Varúð: Innstungurnar mega vera notaðar standslaust
(S1) með 2600W og til stutts tíma (S2) í hámark 2
mínútur með 2800W.
Rafstöðin er til þess gerð að knýja tæki fyrir 230
V~riðspennu
Rafstöðina má alls ekki tengja við aðra rafrás eins
og heimilisrafrás, við það getur rafstöðin skemmst
eða skemmt tæki sem tengd eru við rafrásina.
Tilmæli: Sum rafmagnstæki (mótor-stingsagir,
borvélar ofl.) geta þurft meiri straum ef að þau eru
undir miklu vinnuálagi.
6.3 Mótor stöðvaður
Látið rafstöðina ganga án álags í smá stund áður
en að slökkt er á henni. Þá nær hún að kólna
hægar
Setjið höfuðrofann (10) í stellinguna "OFF"
Logið eldsneytiskrananum.
6.4 Álagsöryggi fyrir 2x 230 V innstungur
Varúð! Rafstöðin er útbúin yfirálagsöryggisrofa.
Þessi rofi rífur strauminn við innstungurnar (3). Ef
þrýst er á öryggið (5) er hægt að nota innstungurnar
(3) á nýjan leik.
Varúð! Ef að svo er, minnkið þá álagið á
tækjunum og fjarlægið tæki sem ekki eru í lagi af
rafrásinni.
Varúð! Bilaður yfirálagsrofi verður að vera
endurnýjaður af samskonar rofa með sömu
útsláttareiginlekum. Hafið samband við
þjónustuaðila.