- VARÚÐ: Ekki má nota tækið með viðarkolum eða svipuðu
efni til brennslu.
3 - REGLUR FYRIR ÖRYGGI ÞITT
Áður en tækið er sett í samband verður að gæta að
eftirfarandi atriðum:
- Notaðu ofnhanska þegar þú vinnur með heita hluti.
- Straumurinn á uppsetningarstaðnum verður að nægja til
að tækið virki.
- Uppsetningin verður að uppfylla hefðbundna staðla
(snúrur, varnir) og í góðu ástandi.
- Tækið verður að vera sett í samband við 230-240V
50-60Hz innstungu.
- Ef framlengingarsnúra er notuð má hún ekki vera upprúlluð
því það getur ofhitað snúruna.
- Settu stillihnappinn alltaf á slökkt „O" áður en
rafmagnssnúran er sett í samband eða tekin úr sambandi.
- Til að vernda gegn raflosti má ekki setja snúruna, klóna
eða tækið ofan í vatn eða annan vökva. Ekki snerta tækið
með rökum höndum.
- Ekki láta snúruna hanga fram af borði eða eldhúsbekk.
- Ekki láta tækið eða rafmagnssnúruna vera á eða nálægt
yfirborði sem getur hitnað (rafmagnshellu, gasbrennara, ofni...).
- Settu tækið á stöðugt og þurrt yfirborð, ekki of nálægt
brúninni og í 20cm fjarlægð eða meira frá vegg eða
öðrum hlutum sem eru viðkvæmir fyrir hita.
- Ef nota þarf framlengingarsnúru verður hún að vera
svipuð að þykkt og rafmagnssnúra tækisins og innbyggða
jarðtengingu. Gættu þess að hún liggi ekki þannig að það
valdi hættu.
- Taktu snúruna úr sambandi þegar tækið er ekki í notkun
eða fyrir þrif.
- Láttu tækið kólna áður en það er fært til eða þrifið.
- Ekki má þrífa tækið með háþrýstiþvotti eða rennandi vatni.
- Þegar tækið er ekki í notkun skal geyma það á dimmum
og þurrum stað.
- Ráðlagt er að geyma tækið í upprunalegu umbúðunum.
- Ef bilun kemur upp verður tækið að vera skoðað og lagfært
af þjónustuaðila sem framleiðandi hefur samþykkt.
- Allt viðhald á tækinu verður að vera gert af þjónustuaðila
109
IS